Í kvikmyndahúsum landsins eru 13 myndir í spilun. Þar af er ein barnamynd. Eftir sitja 12 myndir. Ég hef séð 7 af þeim sem þýðir að ég hef séð 58% allra mannsæmandi mynda bíóhúsanna.
Hér eru þær sem ég hef ekki gagnrýnt nú þegar:
88 minutes
Þryllir [lesist: Þrydlir] með Al Pacino og öðrum smærri. Ekki líkamlega smærri, þar sem það er erfitt. Al Pacino hefur aldrei verið jafn lágvaxinn og með hárið jafn mikið upp í loftið og í þessari mynd. Verulega ómerkileg mynd með ruglingslegum og fyrirsjáanlegum söguþræði.
1 stjarna af 4.
Indiana Jones IV
Ef utan eru talin 19 ár, þá eldist Indiana Jones ekki neitt. Í þetta sinn er leitað að gullborg einhverri með hjálp kristalhauskúpu. Myndin tekur óvænt valhopp í vísindaskáldskapinn undir lokin sem skemmir eitthvað fyrir. Samt skemmtileg mynd.
2,5 stjörnur af 4.
The Happening
Eitthvað í loftinu veldur því að fólk fær Goth veikina; reynir að drepa sig. Fólk reynir að flýja þessa tískustefnu með misgóðum árangri. Fín afþreying. Hraðasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan til þessa. Eitthvað vantar þó.
2 stjörnuur af 4.
The Incredible Hulk
Raunarsaga eins skapstærsta manns í heimi. Þegar hann tryllist þá rústar hann öllu og drepur fólk. Herinn eltir hann og vill fá að beisla reiði hans. Helst í flösku. Merkilega góð mynd, þrátt fyrir þunnan söguþráð. Eitthvað vantar [lesist: ekkert kynlífsatriði].
2,5 stjörnur af 4.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.