Allavega, tvennt kom fram í þessum þætti sem ég vil koma á framfæri:
* Leikarinn Dustin Hoffman er einn fyndnasti náungi í heimi. Hann sagði m.a. brandarann "John McCain er svo gamall að hann átti einu sinni Sidney Poitier." Ég held reyndar að brandarinn hafi verið saminn af öðrum en mér er sama. Það breytir því ekki að ég ældi úr hlátri.
* Hljómsveitin Flobots flutti rapprokklagið Handlebars við mikinn fögnuð.
Í miðju slammi, liggjandi í sófanum, tók ég eftir línunni: „I can tell you about Leif Ericson“. Ég fékk blóðnasir af þjóðarstolti en blótaði þó í hljóði þar sem búast má við 150.000% aukningu ferðamanna* til Íslands í kjölfar vinsælda lagsins. 10% aukning er í lagi, jafnvel 50%, en 150.000% er of mikið.
Hver vill ekki kynna sér land Leifs Eiríkssonar, sem kemur fram í einni línu í meðalvinsælu lagi rokkrapphljómsveitar frá Bandaríkjunum?
Allavega, hér fyrir neðan er lagið og hér er textinn.
* Gróflega áætlað af mér. Engir útreikningar liggja fyrir þessari áætlun, aðrir en trú mín á þessu. Ekki véfengja trú mína!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.