Ég fór til tannlæknis í morgun að láta fylla upp í holu í sálinni minni og tönn, en í gær hrökk fylling úr (tönninni, ekki sálinni) við að borða brauðsneið, af öllum sneiðum. Núna tala ég eins og Sylvester Stallone, enda nýkominn frá tannlækni og dofinn.
Ef einhver hefur löngun í að kýla mig þá vinsamlegast kýldu mig í andlitið vinstra megin, rétt við hliðina á nefinu og bara næstu 2 tíma. Og hringdu á undan. Annars máttu sleppa því.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.