þriðjudagur, 24. júní 2008

Ég hef bætt...

...við nýjum fjórförum á fjórfarasíðuna. Þessir fjórfarar hafa verið að veltast um í hausnum á mér í 2 ár, sem útskýrir umtalsvert magn af mígreni undanfarið.

...á mig 11 kílóum síðan ég byrjaði að mæta í ræktina fyrir hálfu ári síðan. Stefnan er tekin á að bæta á mig 10 kg í viðbót og tveimur hornum með lítilsháttar aðgerð, að því gefnu að ég missi ekki úr neina máltíð og þurfi að byrja upp á nýtt.

...aðsóknina á Arthúr vonandi eitthvað með því að svara nokkrum spurningum frá Morgunblaðinu og senda þeim nokkrar strípur til birtingar. Birtist líklega á morgun. Þetta er viðvörun.

...metið í montbloggi og sjálfsauglýsingu.

...líðan mína með því að hafa bloggað í dag. Ég mun sofa í nótt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.