Í gær skipti ég um kynstofn þegar ég fór í 3ja tíma aðgerð í Laugardalnum. Aðgerðin fól í sér að liggja á bekk við sundlaugarbakkann og baða sig í sólinni.
Hér eftir þekkist ég ekki lengur sem hinn hundleiðinlegi og náföli Aría-Finnur, heldur sem hinn ofurhressi, dansóði og síbrosandi (lesist: Dauðadrukkni) Latínó-Finnur. Næsta skref er að safna yfirvaraskeggi.
Ég kýs að sanna þetta ekki með mynd, þar sem umbúðirnar eftir aðgerðina hylja enn andlitið á mér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.