mánudagur, 23. júní 2008

Eftir vinnu í dag ætlaði ég að gera eftirfarandi:

* Fara í ræktina.
* Þvo þvott.
* Leita að ísbjörnum og mögulega flytja þá til síns heima.
* Nefna í bloggfærslu að George Carlin lést um helgina, en hann kom m.a. með þessa snilld.
* Leita leiða til að bjarga krónunni, en hún er í sögulegu lágmarki.
* Elda mér núðlur.
* Lækka stýrivexti.
* Minna á að Arthúr er byrjaður aftur.
* Fara í langa sturtu.

En nei, ég sofnaði í sófanum heima eftir vinnu og vaknaði svo seint að það er enginn tími fyrir neitt nema núðlur og sturtu.

Planið út mánuðinn er svo þéttbókað að ég sé ekki fram á að komast í þessi verkefni alveg í bráð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.