Ég vaknaði áðan í vinnunni, kviknakinn og man ekkert hvað gerst hafði í morgun.
Svo var mér litið á tölvuskjáinn. Þar var formúla fyrir útreikning á áhorfi og þessi útskýring með formúlunni:
„* Rtg% uppsafnað er áætlun uppsafnaðs meðaláhorfs út frá hlutfallslegri aukningu frá frumsýningu til uppsafnaðs áhorfs í Rch% (dekkun).“
Ég býst við því að eyða restinni af vikunni í að reyna að átta mig á því hvað ég hafi átt við með þessu og að finna fötin mín.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.