Þessa stundina er ég að upplifa sömu tilfinningu og þegar ég beið eftir að pakkar voru opnaðir á aðfangadag þegar ég var 6 ára; ég er að niðurhala þjónustupakka fyrir Excel 2007, en eins og alþjóð veit hef ég margoft brotið á mér hnúana við að vinna á þessa stórkostlega gölluðu útgáfu af Excel.
Það er vonandi að forritið verði nothæft eftir þessa uppfærslu. Ef ekki þá veit ég ekki hvað ég get gert. Eina ráðið mitt við þessu; að fá blóðnasir úr pirringi, hefur verið notað í dag.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.