Stór, sver og ögrandi frétt: Í dag keypti ég mér nýjan síma.
Gamli síminn bilaði um daginn. Hann var orðinn gamall, hrumur og boginn í baki. Ég set hann fljótlega á elliheimili og bíð eftir að hann deyji. Glottandi, einhverra hluta vegna.
Ég valdi mér sömu gerð af síma nema nýrri týpu. Ástæðurnar fyrir valinu á honum voru eftirfarandi:
1. Hann er fjólublár á litinn. Ekki hommalega fjólublár, heldur eins og þessi síða (sem er ekki hommalega fjólublá!), karlmannlega fjólublá. Ekki að það sé neitt að því að vera hommi. Fjólublár passar líka vel við pimp jakkafötin mín.
2. Hann er þunnur. Ekki áfengisþunnur (fyrirbyggjandi aðgerð fyrir brandara í athugasemdum).
3. Hann leit út fyrir að vera einfaldur. Hann er það þó ekki.
4. Næstsíðast og alls ekki síst: Síminn les Excel skjöl!
5. Hann gengur fyrir ást. Ég er ástríkur maður.
Hann mun bera heitið Sigurjón Sími. Velkominn í fjölskylduna Sigurjón Sími!
mánudagur, 31. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hver er munurinn á líkamanum á mér og tekexi?
Svar: Tekex er harðara af sér. Og það er meiri sykur í líkamanum á mér. Annars enginn munur.
Á körfuboltaæfingu laugardagsins missteig ég mig lítillega en gat spilað áfram. Ég er talsvert haltur í dag.
Á sömu æfingu fékk ég gott högg í andlitið. Í dag get ég illa bitið saman tönnunum og er líklega eins og búmerang í laginu í framan.
Þetta bætist í sarpinn yfir meiðsl mín.
Svar: Tekex er harðara af sér. Og það er meiri sykur í líkamanum á mér. Annars enginn munur.
Á körfuboltaæfingu laugardagsins missteig ég mig lítillega en gat spilað áfram. Ég er talsvert haltur í dag.
Á sömu æfingu fékk ég gott högg í andlitið. Í dag get ég illa bitið saman tönnunum og er líklega eins og búmerang í laginu í framan.
Þetta bætist í sarpinn yfir meiðsl mín.
laugardagur, 29. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn einn mánuðurinn að baki sem þýðir bara eitt; nýr VISA reikningur kominn í hús. Það svo aftur þýðir bara eitt; tölfræðigreining!
Hvernig hef ég eytt peningunum síðasta mánuðinn? Ca svona:
Það er svo sannarlega ódýrt að ganga til lækna á Íslandi, jafnvel þó þeir leysi engin vandamál eins og í þessu tilviki.
Nammið leysti hinsvegar nánast öll mín vandamál.
Hvernig hef ég eytt peningunum síðasta mánuðinn? Ca svona:
Það er svo sannarlega ódýrt að ganga til lækna á Íslandi, jafnvel þó þeir leysi engin vandamál eins og í þessu tilviki.
Nammið leysti hinsvegar nánast öll mín vandamál.
föstudagur, 28. mars 2008
fimmtudagur, 27. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég verð að vera snöggur að skrifa þessa færslu, því annars er möguleiki á að forsenda hennar skemmist og ég með.
Á síðustu 4 mínútum hefur síminn minn hringt tvisvar sinnum (kl 18:30 og 18:33). Ef fer fram sem horfir og síminn hringir með sama millibili út daginn og hann gerði á umræddu tímabili munu mér berast 110 símtöl fram að miðnætti. Ég hef engan tíma fyrir það.
Ég er skrefinu á undan og hef slökkt á símanum fram á morgun.
Á síðustu 4 mínútum hefur síminn minn hringt tvisvar sinnum (kl 18:30 og 18:33). Ef fer fram sem horfir og síminn hringir með sama millibili út daginn og hann gerði á umræddu tímabili munu mér berast 110 símtöl fram að miðnætti. Ég hef engan tíma fyrir það.
Ég er skrefinu á undan og hef slökkt á símanum fram á morgun.
miðvikudagur, 26. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega gerðist svolítið merkilegur atburður í lífi mínu sem ég verð að deila með einhverjum. Ég hef reynt að birgja þetta inni með því ýmsum aðferðum (dæmi: að berja í veggi, öskra eins hátt og ég get í sturtu og borða mjög mikið nammi (ekki spyrja hvernig það hjálpar (þrefaldur svigi))), þar sem ekki nokkur maður hefur áhuga á þessu en nú er svo komið að ég er úrvinda á þögninni.
Ég lofa að þetta verður sársaukalaust fyrir lesendur, en til að tryggja það fylgir lag strax á eftir staðreyndinni, svo þið getið gleymt þessu.
Atburðurinn:
Ég tók 90 kg í bekkpressu í ræktinni í gær. Ég er sjálfur 87 kg. Ég hef því náð minni eigin þyngd.
Lagið:
I miss you með Blink 182 sem ég heyrði í kvöld í fyrsta sinn í nokkur ár. Með betri lögum síðustu ára (algilt. Ekki bara mín skoðun).
Ég lofa að þetta verður sársaukalaust fyrir lesendur, en til að tryggja það fylgir lag strax á eftir staðreyndinni, svo þið getið gleymt þessu.
Atburðurinn:
Ég tók 90 kg í bekkpressu í ræktinni í gær. Ég er sjálfur 87 kg. Ég hef því náð minni eigin þyngd.
Lagið:
I miss you með Blink 182 sem ég heyrði í kvöld í fyrsta sinn í nokkur ár. Með betri lögum síðustu ára (algilt. Ekki bara mín skoðun).
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær fæddust mér ný stafræn afkvæmi. Fjórburar hvorki meira né minna. Þá má sjá hér.
þriðjudagur, 25. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það fer að nálgast 3 vikur síðan ég tilkynnti hvaða myndir ég hef séð í bíó. Löngu kominn tími fyrir uppfærslu:
Semi-pro
Will Ferrell leikur enn eina ferðina sama karakterinn. Sennilega eini karakterinn sem hann hefur leikið. Vond mynd, ófyndin og drepleiðinleg. En falleg.
Hálf stjarna af fjórum.
Horton hears a who
Fíll heyrir líf í rykkorni og þá hefjast ævintýrin. Hroðaleg mynd. Bæði ófyndin og heimskuleg. Boðskapur myndarinnar er verulega truflandi, sérstaklega þar sem þetta er stílað á börn; blind trú er af hinu góða.
Hálf stjarna af fjórum.
Be kind rewind
Hugljúf gamandramamynd um menn sem endurgera myndir til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Jack Black er góður en restin er léleg og tilgerðarleg. Yfirþyrmandi væmni.
Ein stjarna af fjórum.
The Bucket list
Drama um tvo eldri menn sem fá krabbamein. Hljómar hræðilega en er nokkuð skemmtileg mynd. Morgan Freeman og Jack Nicholson eru góðir saman. Vonandi enda þeir saman (með myndavélina á lofti).
Þrjár stjörnur af fjórum.
Lars and the real girl
Maður hagar sér eins og smábarn og fær sér svo dúkku sem hann heldur að sé konan sín. Og fólk læsir hann ekki inni á geðsjúkrahúsi. Fyrirsjáanleg og sorgleg mynd. Vatnsglas skilur meira eftir sig.
Ein stjarna af fjórum.
Juno
Grallarastelpa með snaggaralegan orðaforða verður ólétt eftir töffara bæjarins. Hörkufjör á heimavist! Vel leikin, sæt mynd með dass af artí fartí viðbjóði. Sæmileg afþreying.
Tvær stjörnur af fjórum.
Þá hef ég lokið af öllum leiðinlegustu myndum ársins í bíó. Næst á dagskrá; skemmtilegar myndir.
Semi-pro
Will Ferrell leikur enn eina ferðina sama karakterinn. Sennilega eini karakterinn sem hann hefur leikið. Vond mynd, ófyndin og drepleiðinleg. En falleg.
Hálf stjarna af fjórum.
Horton hears a who
Fíll heyrir líf í rykkorni og þá hefjast ævintýrin. Hroðaleg mynd. Bæði ófyndin og heimskuleg. Boðskapur myndarinnar er verulega truflandi, sérstaklega þar sem þetta er stílað á börn; blind trú er af hinu góða.
Hálf stjarna af fjórum.
Be kind rewind
Hugljúf gamandramamynd um menn sem endurgera myndir til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Jack Black er góður en restin er léleg og tilgerðarleg. Yfirþyrmandi væmni.
Ein stjarna af fjórum.
The Bucket list
Drama um tvo eldri menn sem fá krabbamein. Hljómar hræðilega en er nokkuð skemmtileg mynd. Morgan Freeman og Jack Nicholson eru góðir saman. Vonandi enda þeir saman (með myndavélina á lofti).
Þrjár stjörnur af fjórum.
Lars and the real girl
Maður hagar sér eins og smábarn og fær sér svo dúkku sem hann heldur að sé konan sín. Og fólk læsir hann ekki inni á geðsjúkrahúsi. Fyrirsjáanleg og sorgleg mynd. Vatnsglas skilur meira eftir sig.
Ein stjarna af fjórum.
Juno
Grallarastelpa með snaggaralegan orðaforða verður ólétt eftir töffara bæjarins. Hörkufjör á heimavist! Vel leikin, sæt mynd með dass af artí fartí viðbjóði. Sæmileg afþreying.
Tvær stjörnur af fjórum.
Þá hef ég lokið af öllum leiðinlegustu myndum ársins í bíó. Næst á dagskrá; skemmtilegar myndir.
mánudagur, 24. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Páskarnir eru búnir. Þeir voru mjög óvenjulegir að mörgu leyti, t.d.:
* Ég fór í ræktina alla hátíðardagana, sem ég vissi ekki að væri hægt í þessu guðhrædda þjóðfélagi. Ég fæ líklega eldingu í hausinn næstu daga þá.
* Ég borðaði engan hátíðarmat yfir páskana, fyrir utan próteinduft með glútamínsósu og kreatín í eftirmat.
* Ég fékk mér ekkert páskaegg, heldur verslaði mér þess í stað nokkur kíló af súkkulaðistykkjum og hnoðaði í andlitið á mér.
* Ég ætlaði mér að gera ótrúlegustu hluti í þessu páskafríi en náði bara að gera eitt af þeim hlutum; sortera sokkana mína.
* Ég fór í ræktina alla hátíðardagana, sem ég vissi ekki að væri hægt í þessu guðhrædda þjóðfélagi. Ég fæ líklega eldingu í hausinn næstu daga þá.
* Ég borðaði engan hátíðarmat yfir páskana, fyrir utan próteinduft með glútamínsósu og kreatín í eftirmat.
* Ég fékk mér ekkert páskaegg, heldur verslaði mér þess í stað nokkur kíló af súkkulaðistykkjum og hnoðaði í andlitið á mér.
* Ég ætlaði mér að gera ótrúlegustu hluti í þessu páskafríi en náði bara að gera eitt af þeim hlutum; sortera sokkana mína.
sunnudagur, 23. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Svefngalsi getur verið alveg jafn hættulegur og áfengisvíma, komst ég að í morgun þegar ég vaknaði eftir svefngalsadólgslæti í gærkvöldi.
Eftir NBA leikjaáhorf í gærkvöldi kom ég heim, bjó þetta til og setti á netið. Í dag er ég með hausverk og á smá bömmer.
Eftir NBA leikjaáhorf í gærkvöldi kom ég heim, bjó þetta til og setti á netið. Í dag er ég með hausverk og á smá bömmer.
laugardagur, 22. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þetta er helst að frétta síðan síðast:
* Eftir sturtuferð í Laugum um daginn hafði handklæðið mitt færst úr stað. Ég byrjaði að þurrka mér þegar kolsvartur maður af húðflúrum kemur og ásakar mig um stuld á handklæði. Það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast við fólk þegar ég er nakinn, svo ég rétti honum handklæðið og skokkaði í burtu. Ég sakna handklæðisins.
* Myndir frá síðasta leik UMFÁ á tímabilinu eru komnar á myndasíðu UMFÁ. Hér eru þær.
* Ég mæli með því að fólk fylgist með á gsm blogginu ef engar nýjar færslur eru hér.
* Eftir sturtuferð í Laugum um daginn hafði handklæðið mitt færst úr stað. Ég byrjaði að þurrka mér þegar kolsvartur maður af húðflúrum kemur og ásakar mig um stuld á handklæði. Það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast við fólk þegar ég er nakinn, svo ég rétti honum handklæðið og skokkaði í burtu. Ég sakna handklæðisins.
* Myndir frá síðasta leik UMFÁ á tímabilinu eru komnar á myndasíðu UMFÁ. Hér eru þær.
* Ég mæli með því að fólk fylgist með á gsm blogginu ef engar nýjar færslur eru hér.
fimmtudagur, 20. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
17. jan, 2005:
Hugsunin „Hmm hvað með að opna gsmblogg?“ ratar í hausinn á mér.
21. jan, 2005:
GSM blogg opnað.
17. apr, 2006:
Síðasta myndin send inn.
10. mar, 2008:
Hugsunin „Hmm hvað með að opna gsmblogg aftur?“ ratar í hausinn á mér.
20. mar, 2008:
Nýtt GSM blogg opnað hér.
21. jún, 2057:
Síðasta myndin send inn af mér á dánarbeðinu.
Hugsunin „Hmm hvað með að opna gsmblogg?“ ratar í hausinn á mér.
21. jan, 2005:
GSM blogg opnað.
17. apr, 2006:
Síðasta myndin send inn.
10. mar, 2008:
Hugsunin „Hmm hvað með að opna gsmblogg aftur?“ ratar í hausinn á mér.
20. mar, 2008:
Nýtt GSM blogg opnað hér.
21. jún, 2057:
Síðasta myndin send inn af mér á dánarbeðinu.
miðvikudagur, 19. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar ég vaknaði í morgun langaði mig í eftirfarandi:
* Almennilegt innbú.
* Klipptar táneglur.
* Mitt eigið hús.
* Nýjan bíl.
* Skuldleysi.
* Frægð og frama. Nema ekki frægð.
* Risahraun.
* Meiri svefn.
* Hamingjusemi.
Ég hef nú þegar lokið einu af þessum lista; ég fékk mér Risahraun í hádeginu.
Ég geri ráð fyrir því vera búinn að klára annað atriði þegar ég vakna á morgun og að vera búinn með allan listann í lok vikunnar.
* Almennilegt innbú.
* Klipptar táneglur.
* Mitt eigið hús.
* Nýjan bíl.
* Skuldleysi.
* Frægð og frama. Nema ekki frægð.
* Risahraun.
* Meiri svefn.
* Hamingjusemi.
Ég hef nú þegar lokið einu af þessum lista; ég fékk mér Risahraun í hádeginu.
Ég geri ráð fyrir því vera búinn að klára annað atriði þegar ég vakna á morgun og að vera búinn með allan listann í lok vikunnar.
þriðjudagur, 18. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi lauk körfuboltatímabili UMFÁ þegar við tókum á móti efsta liði riðilsins á Álftanesi. Til að gera stutta sögu langa þá unnum við leikinn nokkuð örugglega með 76 stigum gegn 59.
Hér má sjá tölfræðina.
Allavega, í tilefni af því ætla ég að birta topp 5 lista yfir uppáhaldssúkkulöðin mín:
5. Rís. Mikið hreint súkkulaði með rískúlum. Góð samsetning.
4. Flórída. Eins og Risahraun nema sætara og með kókos.
3. Sport Lunch. Eina útlenska súkkulaðið á listanum.
2. Prins. Stórkostlega vanmetið súkkulaði. ATH. Ekki prins póló.
1. Risahraun. Fyrirsjáanlegasti endir á lista frá upphafi. Hátindi súkkulaðiþróunarinnar náð.
Hér má sjá tölfræðina.
Allavega, í tilefni af því ætla ég að birta topp 5 lista yfir uppáhaldssúkkulöðin mín:
5. Rís. Mikið hreint súkkulaði með rískúlum. Góð samsetning.
4. Flórída. Eins og Risahraun nema sætara og með kókos.
3. Sport Lunch. Eina útlenska súkkulaðið á listanum.
2. Prins. Stórkostlega vanmetið súkkulaði. ATH. Ekki prins póló.
1. Risahraun. Fyrirsjáanlegasti endir á lista frá upphafi. Hátindi súkkulaðiþróunarinnar náð.
mánudagur, 17. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef einhver hefur ekki náð að sofa fyrir áhuga á því hvernig helgin mín var þá upplýsist nú að hún var góð. Hápunktar hennar eru eftirfarandi:
* NBA áhorf með Gylfa á föstudagskvöldið. Utah Jazz (mitt lið) vann besta lið deildarinnar (Boston Celtics) á útivelli. Ég er enn að fagna.
* Körfuboltaæfing laugardagsins. Ég var álíka góður og fjölfatlaður náungi í Riverdance sýningu, sem gerir þetta eftirminnilegt. Ég hef sjaldan verið jafn uppgefinn eftir æfingu.
* Leikhúsferð! Þórey bauð mér í leikhús á laugardagskvöld sem ég þáði og skemmti mér konunglega. Að sjá mig í leikhúsi er álíka sjaldgæft og að sjá artí fartí í bíó á Rambó. Allavega, leikritið var Gaukshreiðrið með Halaleikhópnum. Stórkostleg skemmtun. Umgjörðin var mjög flott, leikararnir stóðu sig allir mjög vel og sagan sjálf skemmtileg. Félagsskapurinn var svo auðvitað bara bónus. Þrjár og hálf stjarna af fjórum.
* Tilraun mín til að gera ekkert. Á sunnudaginn ætlaði ég ekki að gera neitt nema liggja í sófanum og horfa á myndir/sjónvarpið. Ég stóð upp eftir ca 7 mínútur, úrvinda af engu og boðaði sundferð.
* Sundferð á sunnudaginn. Ég prófaði nýja sundlaug á nesinu, hvar sem það er.
* Matarboð hjá pabba á sunnudagskvöld. Alltaf gaman að hitta fjölskylduna og borða góðan mat.
* NBA áhorf með Gylfa á föstudagskvöldið. Utah Jazz (mitt lið) vann besta lið deildarinnar (Boston Celtics) á útivelli. Ég er enn að fagna.
* Körfuboltaæfing laugardagsins. Ég var álíka góður og fjölfatlaður náungi í Riverdance sýningu, sem gerir þetta eftirminnilegt. Ég hef sjaldan verið jafn uppgefinn eftir æfingu.
* Leikhúsferð! Þórey bauð mér í leikhús á laugardagskvöld sem ég þáði og skemmti mér konunglega. Að sjá mig í leikhúsi er álíka sjaldgæft og að sjá artí fartí í bíó á Rambó. Allavega, leikritið var Gaukshreiðrið með Halaleikhópnum. Stórkostleg skemmtun. Umgjörðin var mjög flott, leikararnir stóðu sig allir mjög vel og sagan sjálf skemmtileg. Félagsskapurinn var svo auðvitað bara bónus. Þrjár og hálf stjarna af fjórum.
* Tilraun mín til að gera ekkert. Á sunnudaginn ætlaði ég ekki að gera neitt nema liggja í sófanum og horfa á myndir/sjónvarpið. Ég stóð upp eftir ca 7 mínútur, úrvinda af engu og boðaði sundferð.
* Sundferð á sunnudaginn. Ég prófaði nýja sundlaug á nesinu, hvar sem það er.
* Matarboð hjá pabba á sunnudagskvöld. Alltaf gaman að hitta fjölskylduna og borða góðan mat.
laugardagur, 15. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sá lífsbreytandi atburður átti sér stað í gær að ég keypti mér rafmagnsrakvél.
Ekki aðeins mun það gjörbreyta næsta Visareikningi mínum heldur valda þessi kaup því að ég mun aldrei nokkurntíman aftur líta út eins og ófríð lesbía, nýrakaður í framan, því þessi rakvél skilur ca millimetra eftir af hverju og einu hári framan í mér.
Þá get ég loksins farið á hommabari án þess að fá viðreynslur frá lesbíum.
Sóló!
Áfram Yoshimi!
Ekki aðeins mun það gjörbreyta næsta Visareikningi mínum heldur valda þessi kaup því að ég mun aldrei nokkurntíman aftur líta út eins og ófríð lesbía, nýrakaður í framan, því þessi rakvél skilur ca millimetra eftir af hverju og einu hári framan í mér.
Þá get ég loksins farið á hommabari án þess að fá viðreynslur frá lesbíum.
Sóló!
Áfram Yoshimi!
föstudagur, 14. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í nótt vaknaði ég við háan smell og mjög hátt og langt öskur í kjölfarið. Stuttu seinna fattaði ég að þetta var ég sjálfur sem öskraði vegna sársauka sem myndaðist í náranum (sem er meiddur þessa dagana) við einhverja skyndilega hreyfingu.
Þannig að ég fór að hugsa um mínar verstu sársaukastundir. Hér er topplisti:
5. Smellur í nára í nótt. Hefði verið betra ef ekkert S hefði verið í smellinum.
4. Misstig í körfubolta. Veldur glórulausum bólgum. Hefur gerst nokkrum sinnum.
3. Mannakvef. Það er ekkert grín fyrir karlmenn að fá kvef.
2. Mígreni. Svo mikill sársauki að ég ældi einu sinni úr eymd.
1. Að raka sig í framan án raksápu. Væri mesti sársauki sem kvenmenn gætu fundið ef þeir rökuðu sig í framan.
Ég mæli ekki með því að fólk reyni þetta heima.
Þannig að ég fór að hugsa um mínar verstu sársaukastundir. Hér er topplisti:
5. Smellur í nára í nótt. Hefði verið betra ef ekkert S hefði verið í smellinum.
4. Misstig í körfubolta. Veldur glórulausum bólgum. Hefur gerst nokkrum sinnum.
3. Mannakvef. Það er ekkert grín fyrir karlmenn að fá kvef.
2. Mígreni. Svo mikill sársauki að ég ældi einu sinni úr eymd.
1. Að raka sig í framan án raksápu. Væri mesti sársauki sem kvenmenn gætu fundið ef þeir rökuðu sig í framan.
Ég mæli ekki með því að fólk reyni þetta heima.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að það væri fimmtudagur. Þetta var þriðji morguninn í röð sem ég held að ég sé staddur í fimmtudegi. 33% er ekki svo slæm nýting.
Það virðist sem heilinn sé eitthvað að endurskipuleggja sig, þar sem ég hef fengið tvö mígrenisköst í þessari viku (ofan á þennan dagarugling), sem er ágætisárangur miðað við að ég hef ekki fengið mígreni í mörg ár.
Ég er því löglega afsakaður ef ég t.d. gleymi afmælisdögum, að fara í föt áður en ég mæti í vinnu eða beiti óhóflegu ofbeldi við að versla í matinn, svo dæmi séu nefnd.
Það virðist sem heilinn sé eitthvað að endurskipuleggja sig, þar sem ég hef fengið tvö mígrenisköst í þessari viku (ofan á þennan dagarugling), sem er ágætisárangur miðað við að ég hef ekki fengið mígreni í mörg ár.
Ég er því löglega afsakaður ef ég t.d. gleymi afmælisdögum, að fara í föt áður en ég mæti í vinnu eða beiti óhóflegu ofbeldi við að versla í matinn, svo dæmi séu nefnd.
fimmtudagur, 13. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Internetið riðar til falls af spenningi yfir fleiri mústassmyndum frá helginni. Til að koma í veg fyrir hrun þá birtast þær hér með. Til að dreifa álagi á netþjóna Google þá eru myndir settar á tvo mismunandi staði:
Andri Janusson er með myndir hér.
Gunnar Gunnarsson er með myndir hér.
Karfan er með pistil hér.
Ég er með verk hér.
Andri Janusson er með myndir hér.
Gunnar Gunnarsson er með myndir hér.
Karfan er með pistil hér.
Ég er með verk hér.
miðvikudagur, 12. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á sunnudaginn síðasta átti sér stað hræðilegur atburður; UMFÁ tapaði körfuboltaleik á mjög sorglegan hátt eins og áður hefur komið fram. En þar sem er sorg er oft mikill hlátur. Í þessu tilviki var ástæða hlátursins yfirvaraskeggsþema UMFÁ.
Á morgun munu birtast á netinu glæsileg yfirvaraskegg í öllum stærðum og gerðum frá leiknum. Í þeirri von að fela þá staðreynd að ég hef ekkert til að skrifa um á blogginu og til að skapa gríðarlega internetspennu, gef ég hér forsmekkinn:
Svenni að springa úr svokölluðu skeggstolti.
Bjössi bugast næstum undan skeggþunganum.
Finnur hugsar um að skrifa um sjálfan sig í 3. persónu næst þegar hann bloggar.
Restin af myndunum birtast á morgun.
Á morgun munu birtast á netinu glæsileg yfirvaraskegg í öllum stærðum og gerðum frá leiknum. Í þeirri von að fela þá staðreynd að ég hef ekkert til að skrifa um á blogginu og til að skapa gríðarlega internetspennu, gef ég hér forsmekkinn:
Svenni að springa úr svokölluðu skeggstolti.
Bjössi bugast næstum undan skeggþunganum.
Finnur hugsar um að skrifa um sjálfan sig í 3. persónu næst þegar hann bloggar.
Restin af myndunum birtast á morgun.
þriðjudagur, 11. mars 2008
mánudagur, 10. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samkvæmt þessari færslu Jónasar punkts is er páfaskepnan í Vatikaninu búin að semja 7 nýjar dauðasyndir.
Þetta eru einar bestu fréttir síðustu ára þar sem þær þýða bara eitt; framhald af myndinni Seven, sem er uppáhaldsmyndin mín.
Pant leika fórnarlamb erfðabreytinga.
Þetta eru einar bestu fréttir síðustu ára þar sem þær þýða bara eitt; framhald af myndinni Seven, sem er uppáhaldsmyndin mín.
Pant leika fórnarlamb erfðabreytinga.
sunnudagur, 9. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi dagur hefur verið einn sá versti sem ég man eftir (sem er ekkert svo slæmt þar sem ég man ekki eftir gærdeginum).
UMFÁ (liðið mitt) tapaði fyrir KFF Þóri í framlengingu í körfubolta í dag, eftir að hafa verið yfir allan tímann. Ég hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum.
Strax eftir leikinn fór ég að sjá doppur út um allt, eins og ég hafi horft of mikið í sólina. Þó að það sé gaman að horfa í sólina hafði ég ekki gert það í dag.
Þetta þýddi bara eitt; María Mígreni [innskot: mér finnst minningin um mígrenið betri ef ég persónugeri hana] var á leið í heimsókn. Ég fór að kúra með henni og sofnaði á endanum. Vaknaði svo mjög seint og dagurinn búinn.
The end.
UMFÁ (liðið mitt) tapaði fyrir KFF Þóri í framlengingu í körfubolta í dag, eftir að hafa verið yfir allan tímann. Ég hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum.
Strax eftir leikinn fór ég að sjá doppur út um allt, eins og ég hafi horft of mikið í sólina. Þó að það sé gaman að horfa í sólina hafði ég ekki gert það í dag.
Þetta þýddi bara eitt; María Mígreni [innskot: mér finnst minningin um mígrenið betri ef ég persónugeri hana] var á leið í heimsókn. Ég fór að kúra með henni og sofnaði á endanum. Vaknaði svo mjög seint og dagurinn búinn.
The end.
laugardagur, 8. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Aldrei óraði mig fyrir því að grínið sem ég gerði að gamla fólkinu sem átti erfitt með gang, ætti eftir að koma aftur og bíta mig í rassinn. Næstum því bókstaflega.
Eftir hverja einustu körfuboltaæfingu geng ég einmitt um eins og áttræð mjaðmaveik kona sem á erfitt með gang, reynandi að slá frá sér fólkið sem gerir grín að henni án árangurs, slík eru álgsmeiðsl mín. Þetta kallast víst karma.
Ég hlakka ekki til að vita hvað ég fæ í karma fyrir að drepa alla þessa smáfugla og éta.
Eftir hverja einustu körfuboltaæfingu geng ég einmitt um eins og áttræð mjaðmaveik kona sem á erfitt með gang, reynandi að slá frá sér fólkið sem gerir grín að henni án árangurs, slík eru álgsmeiðsl mín. Þetta kallast víst karma.
Ég hlakka ekki til að vita hvað ég fæ í karma fyrir að drepa alla þessa smáfugla og éta.
föstudagur, 7. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það halda margir að ég sé alltaf útaf fyrir mig í vinnunni og tali aldrei við neinn. Því fer fjarri. Hér eru nokkur dæmi um samtöl, bara í dag:
Starfsmaður A: Hefurðu verið að massa þig upp Finnur?
Ég: Af hverju?
Starfsmaður A: Nei bara. Ertu að lyfta?
Ég: Já, af hverju?
Starfsmaður A: Við höfum bara tekið eftir því.
Ég: Jæja, takk fyrir að taka eftir því.
Starfsmaður A: Stelpurnar á hæðinni hafa þó tekið mjög vel eftir því.
Ég: ok...
Starfsmaður A: Þær tala ekki um annað.
Ég: Þú ert semsagt að grínast.
Starfsmaður A: Jebb.
Ég: [Hleyp í burtu með löngutöng á lofti.]
Starfsmaður B: Serial Killah!
Ég: [Kinka kolli til hans]
Starfsmaður B: Ef... eða þegar þú mætir með M16 byssu í vinnuna, viltu sleppa því að skjóta mig?
Ég: Ég sendi þér e-mail áður og vara þig við.
Starfsmaður C: Var það eitthvað fleira?
Ég: Já, eitt risahraun.
Starfsmaður c: Gjörðu svo vel.
Ég: Takk.
Ég: Góðan daginn.
Starfsmaður D: [Þykist ekki heyra]
Þar hafiði það. Ég tala mjög mikið við annað fólk, þó ég hafi ekki endilega gaman af því.
Starfsmaður A: Hefurðu verið að massa þig upp Finnur?
Ég: Af hverju?
Starfsmaður A: Nei bara. Ertu að lyfta?
Ég: Já, af hverju?
Starfsmaður A: Við höfum bara tekið eftir því.
Ég: Jæja, takk fyrir að taka eftir því.
Starfsmaður A: Stelpurnar á hæðinni hafa þó tekið mjög vel eftir því.
Ég: ok...
Starfsmaður A: Þær tala ekki um annað.
Ég: Þú ert semsagt að grínast.
Starfsmaður A: Jebb.
Ég: [Hleyp í burtu með löngutöng á lofti.]
Starfsmaður B: Serial Killah!
Ég: [Kinka kolli til hans]
Starfsmaður B: Ef... eða þegar þú mætir með M16 byssu í vinnuna, viltu sleppa því að skjóta mig?
Ég: Ég sendi þér e-mail áður og vara þig við.
Starfsmaður C: Var það eitthvað fleira?
Ég: Já, eitt risahraun.
Starfsmaður c: Gjörðu svo vel.
Ég: Takk.
Ég: Góðan daginn.
Starfsmaður D: [Þykist ekki heyra]
Þar hafiði það. Ég tala mjög mikið við annað fólk, þó ég hafi ekki endilega gaman af því.
fimmtudagur, 6. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessum vinnudegi fer brátt að ljúka. Þá er tilvalið að fara yfir hann og koma með tilnefningar!
Heimskulegasta ákvörðun dagsins: Að sofa bara 5 klukkutíma í nótt og mæta í vinnuna. Þvílík eymd. Er 7 þreyttur af 10 mögulegum.
Flippaðasta stund dagsins: Þegar ég þvoði mér um hendurnar með tveimur mismunandi sápum í einu(!!!) sem voru staðsettar á salerninu.
Heilbrigðasta atvik dagsins: Þegar ég keypti banana og epli og appelsínusafa til að skola ávöxtunum niður með. Og labbaði á höndum úr mötuneytinu eftir að ég lyfti frystinum í dauðalyftu, óumbeðinn.
Óheilbrigðasta atvik dagsins: Þegar ég tróð kók og súkkulaði í andlitið á mér í eftirmat í hádeginu. Ég náði sem betur fer ekki að borða nema þriðjunginn, vegna óþolinmæði.
Vandræðalega stund dagsins: Þegar samstarfsmaður minn var að skoða klámvideo og setti hljóðið óvart á fullt, sem vakti athygli á hæðinni. Hann kenndi mér um, sem var að sjálfsögðu rangt (þar sem ég hafði vit á því að hafa hljóðið ekki á).
Letistund dagsins: Þessi færsla.
Hver vinnudagur er ævintýri.
Heimskulegasta ákvörðun dagsins: Að sofa bara 5 klukkutíma í nótt og mæta í vinnuna. Þvílík eymd. Er 7 þreyttur af 10 mögulegum.
Flippaðasta stund dagsins: Þegar ég þvoði mér um hendurnar með tveimur mismunandi sápum í einu(!!!) sem voru staðsettar á salerninu.
Heilbrigðasta atvik dagsins: Þegar ég keypti banana og epli og appelsínusafa til að skola ávöxtunum niður með. Og labbaði á höndum úr mötuneytinu eftir að ég lyfti frystinum í dauðalyftu, óumbeðinn.
Óheilbrigðasta atvik dagsins: Þegar ég tróð kók og súkkulaði í andlitið á mér í eftirmat í hádeginu. Ég náði sem betur fer ekki að borða nema þriðjunginn, vegna óþolinmæði.
Vandræðalega stund dagsins: Þegar samstarfsmaður minn var að skoða klámvideo og setti hljóðið óvart á fullt, sem vakti athygli á hæðinni. Hann kenndi mér um, sem var að sjálfsögðu rangt (þar sem ég hafði vit á því að hafa hljóðið ekki á).
Letistund dagsins: Þessi færsla.
Hver vinnudagur er ævintýri.
miðvikudagur, 5. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirfarandi samtal heyrði ég í dag:
a: Hvar fæ ég tölur?
b: Þarna. [bendir]
a: Hjá raðmorðingjanum í horninu?
b: Já. Hann heitir Finnur.
Ég hef ekki rakað mig í 10 daga. Er að safna fyrir næsta leik UMFÁ sem fer fram á sunnudaginn klukkan 14:00 í Laugardalshöllinni og er gegn KFF Þóri. Þema UMFÁ verður yfirvaraskegg.
Mætið eða verið trapisa.
a: Hvar fæ ég tölur?
b: Þarna. [bendir]
a: Hjá raðmorðingjanum í horninu?
b: Já. Hann heitir Finnur.
Ég hef ekki rakað mig í 10 daga. Er að safna fyrir næsta leik UMFÁ sem fer fram á sunnudaginn klukkan 14:00 í Laugardalshöllinni og er gegn KFF Þóri. Þema UMFÁ verður yfirvaraskegg.
Mætið eða verið trapisa.
þriðjudagur, 4. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Förum fljótt yfir sögu. Bíómyndir í bíóhúsunum:
Brúðguminn: Fín mynd. Mæli með henni til að rifja upp hvernig sumrin eru á Íslandi. Nekt. 2,5 stjörnur af fjórum.
Jumper: Ágætis afþreying. Alls ekkert meira. Übervísindaskáldsaga. 2 stjörnur af fjórum.
There will be blood: Allt í lagi mynd. Löng en þess virði. 2,5 stjörnur af fjórum.
Step up 2: Grín. Ég myndi frekar éta úr mér augun en fara á þessa mynd.
No country for old men: Svakaleg mynd. Einn svalasti vondi bói sem ég hef séð. 3,5 stjörnur af fjórum. Mæli með.
Into the wild: Góð mynd og falleg. Mjög löng og smá vottur af artí fartí viðbjóði, en það skemmir lítið fyrir. Góð tónlist. 3 stjörnur af fjórum.
Sweeney Todd: Verulega andstyggileg mynd. Mæli með henni aðeins fyrir mína verstu óvini. Söngvamynd. 0 stjarna af 4.
Rambo: Hausar springa af mönnum og Rambo tekur 5 manns með boga áður en þeir ná að verjast. Hvað þarf meira? 0,01 stjarna fyrir hvern morðsigur Rambo í myndinni. 250 stjörnur af 4. Mæli með fyrir pör.
Annars er ég lítið fyrir að fara í bíó. Þetta er meira fyrir unglingana.
Brúðguminn: Fín mynd. Mæli með henni til að rifja upp hvernig sumrin eru á Íslandi. Nekt. 2,5 stjörnur af fjórum.
Jumper: Ágætis afþreying. Alls ekkert meira. Übervísindaskáldsaga. 2 stjörnur af fjórum.
There will be blood: Allt í lagi mynd. Löng en þess virði. 2,5 stjörnur af fjórum.
Step up 2: Grín. Ég myndi frekar éta úr mér augun en fara á þessa mynd.
No country for old men: Svakaleg mynd. Einn svalasti vondi bói sem ég hef séð. 3,5 stjörnur af fjórum. Mæli með.
Into the wild: Góð mynd og falleg. Mjög löng og smá vottur af artí fartí viðbjóði, en það skemmir lítið fyrir. Góð tónlist. 3 stjörnur af fjórum.
Sweeney Todd: Verulega andstyggileg mynd. Mæli með henni aðeins fyrir mína verstu óvini. Söngvamynd. 0 stjarna af 4.
Rambo: Hausar springa af mönnum og Rambo tekur 5 manns með boga áður en þeir ná að verjast. Hvað þarf meira? 0,01 stjarna fyrir hvern morðsigur Rambo í myndinni. 250 stjörnur af 4. Mæli með fyrir pör.
Annars er ég lítið fyrir að fara í bíó. Þetta er meira fyrir unglingana.
mánudagur, 3. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær hljóp ég úr bílnum, upp stigann og heim í stofuna þar sem ég kveikti öskrandi á sjónvarpinu, bara til þess að rétt missa af Innlit/útlit á Skjá einum. Þá rak ég upp skaðræðisvein og sló hnefanum nokkrum sinnum bylmingsfast í vegginn. Ég var andlega ónýtur maður fram eftir kvöldi og nóttu. En ég jafna mig, einhverntíman.
Hvað get ég sagt. Ég er ástríðufullur þegar kemur að innanhúsarkitektúr.
Hvað get ég sagt. Ég er ástríðufullur þegar kemur að innanhúsarkitektúr.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég get spilað körfubolta marga klukkutíma í senn án þess að fá harðsperrur. Ég get líka lyft allskonar lóðum á allskonar hátt án þess að finna fyrir því daginn eftir. En í gær sópaði ég íbúðina nokkuð vel og í dag get ég varla gengið fyrir harðsperrum í aftanverðum lærum.
sunnudagur, 2. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær verslaði ég í bakarí fyrir kr. 365.
Þegar þetta er ritað hafa 365 gestir kíkt á þessa síðu í vikunni.
Í dag var ég að hugsa tölur og fyrsta talan sem kom í hugann var 365.
Ég vinn hjá 365! Þetta getur ekki verið tilviljun. Þetta hefur sannfært mig um að mæta í vinnuna á mánudaginn.
Þegar þetta er ritað hafa 365 gestir kíkt á þessa síðu í vikunni.
Í dag var ég að hugsa tölur og fyrsta talan sem kom í hugann var 365.
Ég vinn hjá 365! Þetta getur ekki verið tilviljun. Þetta hefur sannfært mig um að mæta í vinnuna á mánudaginn.
laugardagur, 1. mars 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vaknaði klukkan 14 í dag, þar sem ég vann upp tapaðan svefn í vikunni.
Ég fór svo á körfuboltaæfingu kl 14:45 í 2 tíma. Þaðan fór ég að tefla eina skák með skák/stuðsveit austurlands. Það tók 4 tíma.
Og þá var klukkan orðin mjög mikið og dagurinn búinn.
Vísindamenn eru að rannsaka hvernig þetta geti staðist. Stysti laugardagur frá upphafi (og "stysti" ljótasta orð dagins).
Ég fór svo á körfuboltaæfingu kl 14:45 í 2 tíma. Þaðan fór ég að tefla eina skák með skák/stuðsveit austurlands. Það tók 4 tíma.
Og þá var klukkan orðin mjög mikið og dagurinn búinn.
Vísindamenn eru að rannsaka hvernig þetta geti staðist. Stysti laugardagur frá upphafi (og "stysti" ljótasta orð dagins).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)