Það halda margir að ég sé alltaf útaf fyrir mig í vinnunni og tali aldrei við neinn. Því fer fjarri. Hér eru nokkur dæmi um samtöl, bara í dag:
Starfsmaður A: Hefurðu verið að massa þig upp Finnur?
Ég: Af hverju?
Starfsmaður A: Nei bara. Ertu að lyfta?
Ég: Já, af hverju?
Starfsmaður A: Við höfum bara tekið eftir því.
Ég: Jæja, takk fyrir að taka eftir því.
Starfsmaður A: Stelpurnar á hæðinni hafa þó tekið mjög vel eftir því.
Ég: ok...
Starfsmaður A: Þær tala ekki um annað.
Ég: Þú ert semsagt að grínast.
Starfsmaður A: Jebb.
Ég: [Hleyp í burtu með löngutöng á lofti.]
Starfsmaður B: Serial Killah!
Ég: [Kinka kolli til hans]
Starfsmaður B: Ef... eða þegar þú mætir með M16 byssu í vinnuna, viltu sleppa því að skjóta mig?
Ég: Ég sendi þér e-mail áður og vara þig við.
Starfsmaður C: Var það eitthvað fleira?
Ég: Já, eitt risahraun.
Starfsmaður c: Gjörðu svo vel.
Ég: Takk.
Ég: Góðan daginn.
Starfsmaður D: [Þykist ekki heyra]
Þar hafiði það. Ég tala mjög mikið við annað fólk, þó ég hafi ekki endilega gaman af því.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.