Ef einhver hefur ekki náð að sofa fyrir áhuga á því hvernig helgin mín var þá upplýsist nú að hún var góð. Hápunktar hennar eru eftirfarandi:
* NBA áhorf með Gylfa á föstudagskvöldið. Utah Jazz (mitt lið) vann besta lið deildarinnar (Boston Celtics) á útivelli. Ég er enn að fagna.
* Körfuboltaæfing laugardagsins. Ég var álíka góður og fjölfatlaður náungi í Riverdance sýningu, sem gerir þetta eftirminnilegt. Ég hef sjaldan verið jafn uppgefinn eftir æfingu.
* Leikhúsferð! Þórey bauð mér í leikhús á laugardagskvöld sem ég þáði og skemmti mér konunglega. Að sjá mig í leikhúsi er álíka sjaldgæft og að sjá artí fartí í bíó á Rambó. Allavega, leikritið var Gaukshreiðrið með Halaleikhópnum. Stórkostleg skemmtun. Umgjörðin var mjög flott, leikararnir stóðu sig allir mjög vel og sagan sjálf skemmtileg. Félagsskapurinn var svo auðvitað bara bónus. Þrjár og hálf stjarna af fjórum.
* Tilraun mín til að gera ekkert. Á sunnudaginn ætlaði ég ekki að gera neitt nema liggja í sófanum og horfa á myndir/sjónvarpið. Ég stóð upp eftir ca 7 mínútur, úrvinda af engu og boðaði sundferð.
* Sundferð á sunnudaginn. Ég prófaði nýja sundlaug á nesinu, hvar sem það er.
* Matarboð hjá pabba á sunnudagskvöld. Alltaf gaman að hitta fjölskylduna og borða góðan mat.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.