miðvikudagur, 26. mars 2008

Nýlega gerðist svolítið merkilegur atburður í lífi mínu sem ég verð að deila með einhverjum. Ég hef reynt að birgja þetta inni með því ýmsum aðferðum (dæmi: að berja í veggi, öskra eins hátt og ég get í sturtu og borða mjög mikið nammi (ekki spyrja hvernig það hjálpar (þrefaldur svigi))), þar sem ekki nokkur maður hefur áhuga á þessu en nú er svo komið að ég er úrvinda á þögninni.

Ég lofa að þetta verður sársaukalaust fyrir lesendur, en til að tryggja það fylgir lag strax á eftir staðreyndinni, svo þið getið gleymt þessu.

Atburðurinn:
Ég tók 90 kg í bekkpressu í ræktinni í gær. Ég er sjálfur 87 kg. Ég hef því náð minni eigin þyngd.

Lagið:
I miss you með Blink 182 sem ég heyrði í kvöld í fyrsta sinn í nokkur ár. Með betri lögum síðustu ára (algilt. Ekki bara mín skoðun).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.