Í gærkvöldi lauk körfuboltatímabili UMFÁ þegar við tókum á móti efsta liði riðilsins á Álftanesi. Til að gera stutta sögu langa þá unnum við leikinn nokkuð örugglega með 76 stigum gegn 59.
Hér má sjá tölfræðina.
Allavega, í tilefni af því ætla ég að birta topp 5 lista yfir uppáhaldssúkkulöðin mín:
5. Rís. Mikið hreint súkkulaði með rískúlum. Góð samsetning.
4. Flórída. Eins og Risahraun nema sætara og með kókos.
3. Sport Lunch. Eina útlenska súkkulaðið á listanum.
2. Prins. Stórkostlega vanmetið súkkulaði. ATH. Ekki prins póló.
1. Risahraun. Fyrirsjáanlegasti endir á lista frá upphafi. Hátindi súkkulaðiþróunarinnar náð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.