Páskarnir eru búnir. Þeir voru mjög óvenjulegir að mörgu leyti, t.d.:
* Ég fór í ræktina alla hátíðardagana, sem ég vissi ekki að væri hægt í þessu guðhrædda þjóðfélagi. Ég fæ líklega eldingu í hausinn næstu daga þá.
* Ég borðaði engan hátíðarmat yfir páskana, fyrir utan próteinduft með glútamínsósu og kreatín í eftirmat.
* Ég fékk mér ekkert páskaegg, heldur verslaði mér þess í stað nokkur kíló af súkkulaðistykkjum og hnoðaði í andlitið á mér.
* Ég ætlaði mér að gera ótrúlegustu hluti í þessu páskafríi en náði bara að gera eitt af þeim hlutum; sortera sokkana mína.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.