Þessi dagur hefur verið einn sá versti sem ég man eftir (sem er ekkert svo slæmt þar sem ég man ekki eftir gærdeginum).
UMFÁ (liðið mitt) tapaði fyrir KFF Þóri í framlengingu í körfubolta í dag, eftir að hafa verið yfir allan tímann. Ég hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum.
Strax eftir leikinn fór ég að sjá doppur út um allt, eins og ég hafi horft of mikið í sólina. Þó að það sé gaman að horfa í sólina hafði ég ekki gert það í dag.
Þetta þýddi bara eitt; María Mígreni [innskot: mér finnst minningin um mígrenið betri ef ég persónugeri hana] var á leið í heimsókn. Ég fór að kúra með henni og sofnaði á endanum. Vaknaði svo mjög seint og dagurinn búinn.
The end.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.