Aldrei óraði mig fyrir því að grínið sem ég gerði að gamla fólkinu sem átti erfitt með gang, ætti eftir að koma aftur og bíta mig í rassinn. Næstum því bókstaflega.
Eftir hverja einustu körfuboltaæfingu geng ég einmitt um eins og áttræð mjaðmaveik kona sem á erfitt með gang, reynandi að slá frá sér fólkið sem gerir grín að henni án árangurs, slík eru álgsmeiðsl mín. Þetta kallast víst karma.
Ég hlakka ekki til að vita hvað ég fæ í karma fyrir að drepa alla þessa smáfugla og éta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.