miðvikudagur, 12. mars 2008

Á sunnudaginn síðasta átti sér stað hræðilegur atburður; UMFÁ tapaði körfuboltaleik á mjög sorglegan hátt eins og áður hefur komið fram. En þar sem er sorg er oft mikill hlátur. Í þessu tilviki var ástæða hlátursins yfirvaraskeggsþema UMFÁ.

Á morgun munu birtast á netinu glæsileg yfirvaraskegg í öllum stærðum og gerðum frá leiknum. Í þeirri von að fela þá staðreynd að ég hef ekkert til að skrifa um á blogginu og til að skapa gríðarlega internetspennu, gef ég hér forsmekkinn:


Svenni að springa úr svokölluðu skeggstolti.



Bjössi bugast næstum undan skeggþunganum.



Finnur hugsar um að skrifa um sjálfan sig í 3. persónu næst þegar hann bloggar.

Restin af myndunum birtast á morgun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.