Ég verð að vera snöggur að skrifa þessa færslu, því annars er möguleiki á að forsenda hennar skemmist og ég með.
Á síðustu 4 mínútum hefur síminn minn hringt tvisvar sinnum (kl 18:30 og 18:33). Ef fer fram sem horfir og síminn hringir með sama millibili út daginn og hann gerði á umræddu tímabili munu mér berast 110 símtöl fram að miðnætti. Ég hef engan tíma fyrir það.
Ég er skrefinu á undan og hef slökkt á símanum fram á morgun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.