föstudagur, 14. mars 2008

Í nótt vaknaði ég við háan smell og mjög hátt og langt öskur í kjölfarið. Stuttu seinna fattaði ég að þetta var ég sjálfur sem öskraði vegna sársauka sem myndaðist í náranum (sem er meiddur þessa dagana) við einhverja skyndilega hreyfingu.

Þannig að ég fór að hugsa um mínar verstu sársaukastundir. Hér er topplisti:

5. Smellur í nára í nótt. Hefði verið betra ef ekkert S hefði verið í smellinum.
4. Misstig í körfubolta. Veldur glórulausum bólgum. Hefur gerst nokkrum sinnum.
3. Mannakvef. Það er ekkert grín fyrir karlmenn að fá kvef.
2. Mígreni. Svo mikill sársauki að ég ældi einu sinni úr eymd.
1. Að raka sig í framan án raksápu. Væri mesti sársauki sem kvenmenn gætu fundið ef þeir rökuðu sig í framan.

Ég mæli ekki með því að fólk reyni þetta heima.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.