Hver er munurinn á líkamanum á mér og tekexi?
Svar: Tekex er harðara af sér. Og það er meiri sykur í líkamanum á mér. Annars enginn munur.
Á körfuboltaæfingu laugardagsins missteig ég mig lítillega en gat spilað áfram. Ég er talsvert haltur í dag.
Á sömu æfingu fékk ég gott högg í andlitið. Í dag get ég illa bitið saman tönnunum og er líklega eins og búmerang í laginu í framan.
Þetta bætist í sarpinn yfir meiðsl mín.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.