Stór, sver og ögrandi frétt: Í dag keypti ég mér nýjan síma.
Gamli síminn bilaði um daginn. Hann var orðinn gamall, hrumur og boginn í baki. Ég set hann fljótlega á elliheimili og bíð eftir að hann deyji. Glottandi, einhverra hluta vegna.
Ég valdi mér sömu gerð af síma nema nýrri týpu. Ástæðurnar fyrir valinu á honum voru eftirfarandi:
1. Hann er fjólublár á litinn. Ekki hommalega fjólublár, heldur eins og þessi síða (sem er ekki hommalega fjólublá!), karlmannlega fjólublá. Ekki að það sé neitt að því að vera hommi. Fjólublár passar líka vel við pimp jakkafötin mín.
2. Hann er þunnur. Ekki áfengisþunnur (fyrirbyggjandi aðgerð fyrir brandara í athugasemdum).
3. Hann leit út fyrir að vera einfaldur. Hann er það þó ekki.
4. Næstsíðast og alls ekki síst: Síminn les Excel skjöl!
5. Hann gengur fyrir ást. Ég er ástríkur maður.
Hann mun bera heitið Sigurjón Sími. Velkominn í fjölskylduna Sigurjón Sími!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.