Þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að það væri fimmtudagur. Þetta var þriðji morguninn í röð sem ég held að ég sé staddur í fimmtudegi. 33% er ekki svo slæm nýting.
Það virðist sem heilinn sé eitthvað að endurskipuleggja sig, þar sem ég hef fengið tvö mígrenisköst í þessari viku (ofan á þennan dagarugling), sem er ágætisárangur miðað við að ég hef ekki fengið mígreni í mörg ár.
Ég er því löglega afsakaður ef ég t.d. gleymi afmælisdögum, að fara í föt áður en ég mæti í vinnu eða beiti óhóflegu ofbeldi við að versla í matinn, svo dæmi séu nefnd.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.