föstudagur, 30. maí 2008

Það er til Háskóli Ísland og það er til Tækniháskóli Íslands. Svo er til Íþróttaháskóli. En það virðist enginn Tækniíþróttaháskóli Íslands vera til. Ég hef oft hugsað um ástæðu þess.

Svo fattaði ég það í dag. Skammstöfunin yrði TÍHÍ. Ég myndi amk ekki vilja skrá mig í hann.

Í skaðabætur fyrir þessa færslu kemur hér hrezzt lag fyrir helgina; Organ Donor með DJ Shadow:


Hunsið myndbandið við lagið.

fimmtudagur, 29. maí 2008

Ég var að heyra að þegar Ingólfur Arnarson fann Reykjavíkursvæðið og hafi sagt eitthvað á þessa leið: "Hey, Reykjavík væri cool nafn á þetta shit", að þá hafi einhver nördinn um borð í skipinu sagt "lol! Reykjavík??".

Þar sem Ingólfur var lesblindur þá heyrði hann þetta sem "101 Reykjavík". Þannig hafi svæðisnúmerið 101 Reykjavík orðið til.

Satt eða ekki, þetta útskýrir allar vangaveltur mínar varðandi Reykjavík.

miðvikudagur, 28. maí 2008

Í gær, í klippingu, spurði klippikonan hvort ég vildi ekki láta snyrta á mér augabrúnirnar.

Ég hló bara í fyrstu. Og hún hló líka, sem lét mig afskrifa þessa tillögu hennar. Svo hættum við að hlæja. Þá kom vandræðaleg þögn og svo ítrekaði hún spurninguna.

Ég hefði hlaupið út grátandi ef hefði séð eitthvað fyrir augabrúnunum, en ákvað þess í stað að gangast við tilboði hennar. Í dag lít ég út fyrir að vera siðmenntaður.

þriðjudagur, 27. maí 2008


Hér að ofan má sjá myndina utan á nýju plötu Sigur Rósar sem kemur út í næsta mánuði, minnir mig (smellið á myndina fyrir nærmynd af rössunum).

Ótrúleg heppni að platan skuli heita „Með suð í eyrum við spilum endalaust“ en ekki t.d. „Nauðgi nauðgi“, þar sem það hefði passað illa við myndina.

mánudagur, 26. maí 2008

Það virðist sem ákvörðun mín um að tilkynna að ég hafi troðið á síðustu körfuboltaæfingu (með blakbolta) hafi verið ein sú versta sem ég hef tekið um ævina.

Fyrir utan að tilkynna það á þessari síðu og kaupa smá auglýsingu fyrir Eurovisionkeppnina á laugardaginn, þá hef ég nefnt þetta við alla sem hafa talað við mig síðan þetta gerðist. Svona hafa ca öll samtöl verið:

Viðmælandi: Sæll, heyrðu geturðu hjálpað mér aðeins? / Sæll, hvað segirðu? / Hringdu á neyðarlínuna!
Ég: "Ég tróð á laugardaginn í fyrsta sinn."
viðmælandi: "Í fyrsta sinn? Ehh... gastu aldrei troðið?"
Ég: "...nei. En ég gerði það á laugardaginn. Reyndar bara með blakbo..."
Viðmælandi: "Fokking aumingi"
Ég: ":("

Þetta kennir mér að monta mig ekki. Ég mun amk aldrei segja neinum frá því ef ég mun einhverntíman elda mér mína fyrstu máltíð eða gera eitthvað ennþá stórkostlegra.

sunnudagur, 25. maí 2008

Í gær reyndi ég að troða bolta ofan í körfu í fyrsta sinn síðan í menntaskóla. Það tókst. Reyndar var það blakbolti, en bolti engu að síður.

Í gær reyndi ég líka að springa ekki í loft upp úr stolti og sjálfsánægju. Það tókst ekki. Þessi bloggfærsla er ágætis sönnun um það.

föstudagur, 23. maí 2008

Ég hef löngum ekki spáð mikið í Eurovisionkeppninni, enda hvorki samkynhneigður né miðaldra, hvað þá heldur lífsglaður, en í ár verð ég að fylgjast með af því ég sá myndband við eitt laganna og varð hugfanginn.

Lagið heitir Divine og er frá Frakklandi. Ekki nóg með að lagið sé grípandi, fallegt og skemmtilegt (enda útfært af einni af mínum uppáhaldshljómsveitum, Daft Punk), heldur er myndbandið grípandi, fallegt og drepfyndið. Það er hér að neðan:



Takið sérstaklega eftir á mínútu 2:27 þegar söngvarinn lúber einhvern náunga af tilefnislausu, án þess að það trufli sönginn. Stórkostlegt!

Frakkland til sigurs á laugardaginn!

fimmtudagur, 22. maí 2008

Ég hef áður fjallað um þetta en hér kemur það aftur;

Í fyrra var ég einu sinni beðinn um að giska á úrslit í UEFA keppni einhverri í fótbolta. Ég sagði einhverjar tvær tölur og nafn á liði og lagði 500 krónur undir. Úrslitið urðu 3-2 fyrir einhverju liði og ég sá eini með rétt. Í kjölfarið varð ég ríkur og mjög hataður á vinnustaðnum mínum.

Fyrir ca 3-4 vikum síðan var ég svo beðinn um að giska á önnur úrslit í sömu keppni. Ég held ég hafi sagt 2-1 fyrir einhverju liði og hafði rétt fyrir mér.

Skömmu síðar var ég beðinn aftur um úrslit og gaf þá upp töluna 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það reyndist rétt.

Í gær var svo úrslitaleikur milli Man Utd. og Chelsea. Ég giskaði á 1-1 eftir venjulegan leiktíma en að Man Utd. myndi svo sigra að lokum. Það var rétt.

Með þessu athæfi hef ég klárað mína heppni út þetta líf. Það var þess virði.

miðvikudagur, 21. maí 2008

Hingað til hef ég mætt í vinnu farið á fæturnar á morgnanna/daginn í aðeins einum tilgangi. Sá tilgangur var skotinn niður í morgun með þessari frétt.

Nú virðist enginn tilgangur vera með neinu sem ég geri. Samt er ég í vinnunni. Ég verð að vera sterkur, segja nánustu vinir mínir og læknar.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Forsíða DV síðustu helgi var svona:



Ég vil benda fólki á að fyrirsögnin er lygi. Þetta líkist mér ekki einu sinni.

Ég þakka Helga bróðir ábendinguna. Og myndina. Og allt annað í þessari færslu.

mánudagur, 19. maí 2008

Í dag hefur lítið gerst, nema hroki, yfirgangur og vanvirðing. En þar sem ég beiti þessum svokölluðu "viðskiptahugtökum" mínum á annað fólk oft á dag, er það ekki fréttnæmt.

Þess í stað kem ég með smá hugsun, en hún skaust í kollinn á mér í einni af tugum, ef ekki milljónum, hugsanapásum í vinnunni.

Ég hef verið kallað ýmislegt um ævina, þar á meðal:

Versti góði strákur í Heimi.
Besti vondi strákur í Heimi.
Versti hugsari í Heimi.

Þetta stemmir alls ekki. Hver er þessi Heimir og af hverju á ég að vera í honum? Ég minnist þess ekki að hafa verið í honum, sérstaklega ekki þegar þetta var sagt við mig. Kenningarnar hafa þannig verið afsannaðar.

I'm so vein


I'm so vein
Originally uploaded by finnurtg
Dæmi um mína óheppni:
að vera með svona ótrúlega fallegar æðar en vera svo með of veikbyggðan líkama til að þola heróín.

Annað dæmi:
Vera svona ótrúlega góður ljósmyndari en taka bara myndir af æðum á handleggnum á mér.

laugardagur, 17. maí 2008

Síðastliðna nótt hugðist ég horfa á NBA leik kl 2:30. Þegar leikurinn var að byrja hugsaði ég „Ó boj hvað ég er þreyttur, ég efast um að ég lifi þetta af“.

Í þann mund lauk einhver stúlka söng á bandaríska þjóðsöngnum og þulurinn á Stöð 2 Sport sagði orðrétt:

Þetta var nokkuð vel sungið hjá henni. Ég efast um að Finnur Torfi Gunnarsson hefði getað gert betur.“

Fyrir þá sem ekki vita þá heiti ég einmitt þessu nafni. Mér finnst ólíklegt að lýsirinn Baldur Beck, góðvinur minn, þekki annan með þessu nafni.

Allavega, mitt lið tapaði og er úr leik þetta árið, svo haldiði kjafti.

föstudagur, 16. maí 2008

Í dag kom ég með eitt versta grín ársins. Það kostaði mig orðsporið og mögulega vináttu. Grínið var liklega ekki þess virði.

Ég var að ræða við Jónas um póker. Samtalið var ca svona:

Jónas
Ég varð í 23. sæti á 500 manna pókermótinu í gær.

Finnur
Hvernig hefurðu tíma fyrir svona stór mót?
Ég myndi kannski taka þátt í 100+ manna móti ef ég væri lamaður fyrir neðan háls. Bara kannski.

Jónas
Þess vegna fíla ég betur að taka cash [cash = fljótleg gerð af póker]

Finnur
Ég þarf að læra cash betur.
Svo langar mig líka að læra tango.
Ég leigi mér bara myndina Tango & Cash.

Jónas
Haltu kjafti

*Jónas appears offline*

Til að hafa þetta á hreinu þá langar mig ekki að læra tangó, né neinn annan dans. Ég fórnaði orðspori mínu fyrir þennan brandara. Jónas neitar að tala við mig. Mér líður ekki svo vel.

fimmtudagur, 15. maí 2008

Hér má sjá eitt stílhreinasta myndband sem nokkurntíman hefur verið gert. Þar sem það er stílhreint verður það sjálfkrafa stórkostlegt. Fyrir einhverja einkennilega tilviljun er þetta myndband við mjög gott lag hljómsveitarinnar Röyksopp; Remind me.




Fólk kann ef til vill að segja að þetta myndband sé ekki það stílhreinasta. Það fólk hefur rangt fyrir sér. Sama fólk myndi kannski halda áfram að rífa kjaft og segja það vera smekksatriði. Það hefur þá rangt fyrir sér aftur.

Þetta myndband er stílhreinasta myndband sem gert hefur verið samkvæmt alheimsstöðlum stílhreinna, sem ég bjó til í morgun. Ég nenni ekki að fara út í þá staðla núna. Er þreyttur í puttunum.
Veðrið hérna í Reykjavík er komið út í rugl hvað hita varðar. Allt í lagi að vera að kafna úr hita í vinnunni en þegar heiti potturinn, sem ég fór í í gær, byrjar að krauma með tilheyrandi öskrum og látum í mér, þá segi ég stopp. Við megum ekki bjóða hitanum í kaffi!

Gengið


The gang
Originally uploaded by finnurtg
Ég veit ekki hvernig á að orða þetta. Það er erfitt að viðurkenna það en ég læt það samt flakka. Ég er hættur að skorast undan.

Ég þekki þessa náunga á myndinni. Þar hafiði það.

Smellið á myndina fyrir bæði stærra og naktara eintak, nema naktara.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Skapstærð mín í körfubolta er farin að ógna líkamlegri heilsu minni og andlegri heilsu meðspilenda. Hér er ca sagan:

2001: Rólegur, brosmildur og fallegur körfuboltaleikmaður.
2004: Byrja að öskra óhóflega þegar ég hitti ekki úr skotum. Talið tengjast Tourettes.
2005: Hætti að brosa. Refsa sjálfum mér ef illa gengur.
2007: Varð fúll við meðspilendur í fyrsta sinn. Ástæðulaust.
2008: Réðist næstum á annan leikmenn sem ögraði mér. Fleygi hlutum og öskra þegar leikir fara ekki eins og ég vil að þeir fari.
2008: Hellti yfir mig bensíni eftir tapleik en gleymdi eldspýtum heima.
2009: Sæki reiðistjórnunarnámskeið. Lofa.

Betra er að taka fram að 5 mínútum eftir hvert snapp þá biðst ég afsökunnar við öll fórnarlömbin. Ef einhver hefur misst af því þá biðst ég afsökunnar á framferði mínu. Ekkert persónulegt.

Ég kýs að líta á björtu hliðarnar; ég er að verða verri maður, sem var einmitt hluti af áramótaheiti mínu.

mánudagur, 12. maí 2008

Ráð dagsins:

Ef þú lendir einhverntíman í því að gleyma nærbuxum til skiptanna þegar þú ferð á körfuboltaæfingu og ákveður að fara af æfingu án nærbuxna í gallabuxunum þínum, ekki vera í gallabuxunum með bilaða rennilásnum og alls ekki fara þannig í 10-11 eftir æfingu. Síst af öllu ekki halda að þú sért að fanga athygli allra viðstaddra með mikilli útgeislun.

Ráð dagsins er í boði Winchester riflanna. Winchester; reddar málunum!

sunnudagur, 11. maí 2008

Ég rakst á sálufélaga minn í gærkvöldi fyrir utan Kringlubíó. Ég reyndi að tala við hana án árangurs. Mér þótti líklegt að hún heyrði ekki í mér, þar sem gler var á milli.

Þannig að ég tók bara mynd af henni (sjá mynd til hægri (smellið á fyrir stærra eintak)) og ætlaði að geyma í hjartanu mínu. Þegar heim var komið áttaði ég mig á því að hér var um misskilning að ræða. Kærasti hennar stóð við hlið hennar. Ég tók ekki eftir honum þar sem ég hafði gleymt gleraugunum mínum heima.

Mér er svosem sama. Hef ekki áhuga á hórum.

laugardagur, 10. maí 2008

Ég var að vakna við svakalegan draum.

Mig dreymdi að ég hefði upplifað eitthvað sem olli tilfinningaflaumi hjá mér. Ég hófst þá handa við að láta fólk vita hvað ég hafði upplifað, við lítinn skilning. Jafnvel óvinsældir.

Ótrúlegt.

föstudagur, 9. maí 2008



Við biðjumst velvirðingar á þessari tæknilegu andlegu bilun síðustu daga. Unnið er að viðgerð. Þangað til fáum við tónlistarmyndbönd:


The Creeps - Camille Jones og Fedde Le Grand


Hinn tímalausi hjartabrjótari Snow með enn einn slagarann og stórkostlegt myndband. Mér er alvara.

þriðjudagur, 6. maí 2008

Ég legg til að lögreglan beiti þessari aðferð á mótmælendur héðan í frá:




Hún má alveg öskra "GAS" á meðan, ef það hefur áhrif á ákvörðunartöku.

mánudagur, 5. maí 2008

Hér eru nokkrar algengar spurningar sem ég er spurður, dags daglega. Til að spara mér tíma svara ég þeim öllum hér í svokölluðu FAQ (Ísl. ASS (Algengar sjóðandi spurningar) horni (nýtt og endurbætt):

1. Sæll, hvað segirðu?
Svar: Fínt. En þú?

2. Sæll, hvað er að frétta?
Svar: Ekkert. En af þér?

3. Hvaða lykt er þetta?
Svar: Af hverju horfðirðu á mig þegar þú spurðir?

4. Ertu jafn fámáll og þú varst í gamla daga?
Svar: Bara við fólk sem ég hata.

5. Viltu hætta þessu?
Svar: Ok. Fyrirgefðu.

6. Og fara í fötin?
Svar: Ok. Ekki hringja í lögguna.

7. Jæja, sjáumst.
Svar: Þetta er ekki spurning.

8. Hvað meinarðu?
Svar: *högg í maga*

Þetta mun líklega spara mér marga klukkutíma af smátali, svo ég get einbeitt mér betur að því að sitja eða labba.

sunnudagur, 4. maí 2008

Loksins eru liðnir 2 mánuðir síðan taugalæknirinn minn átti að vera búinn að hringja í mig vegna vesens með taugarnar mínar í fótunum.

Þá hef ég loksins eitthvað til að skrifa um og nöldra yfir.

Ehmm já. Bömmer.

föstudagur, 2. maí 2008

Allt þetta vesen í Austurríki hefur fengið mig til að hugsa; hvað er eiginlega langt síðan ég lét fólk vita hvaða myndir ég hef verið að sjá í bíó? Svar: Alltof.

Þessar myndir hef ég séð nýlega:

Definitely, maybe
Maður segir dóttir sinni sögu af því hvernig hann reið sig í gegnum reiðinnar býsn af kvenfólki til að kynnast móður hennar. Hugljúf en um leið smá truflandi saga. Sæmilega skemmtileg og vel leikin. Hentar betur fyrir konur.
2 stjörnur af 4.

21
Fór á forsýningu á þessa mynd í lúxussal eins og ráðherra, eða eitthvað spilltara. Tölfræðithriller, ótrúlegt nokk. Ungur stærðfræðinörd gengur í hóp nemenda sem svindlar í leiknum 21 í Vegas. Upp hefjast tölfræðibardagar.
Fínasta afþreying, en eitthvað vantar. Kevin Spacey finnst mér ofleika í myndinni, aldrei þessu vant. Fín afþreying.
2,5 stjörnur af 4.

Forgetting Sarah Marshall
Góðum pilti er dömpað af sóðahóru. Eftir erfitt tímabil ákveður hann að fara í frí til Hawaii, en þar reynist hans fyrrverandi sóðahóra vera með sóðahórukærasta sínum.
Hljómar ekki svo vel en er stórskemmtileg mynd. Mæli með henni.
3,5 stjörnur af 4.

Street kings
Keanu Reeves leikur löggu sem lendir í bobba. Skemmtilegt en kannski fyrirsjáanlegt plott. Slefandi ofleikur hjá Forest Whitaker, sem leikur dæmigerðan snældubrjálaðan yfirmann.
Nokkuð góð mynd, en hún skilur lítið eftir sig.
2 stjörnur af 4.

Iron man
Vopnaauðjöfur verður fyrir lífshættulegri reynslu í Afganistan, sem breytir lífsviðhorfi hans. Hann ákveður að gerast ofurhetja. Ólíkt mér þá tekst það hjá honum.
Stórkostlegt leikaraúrval í myndinni, frábærar tæknibrellur, skemmtileg saga og..eh... fallegir litir valda því að myndin er frábær skemmtun. Mæli með þessari fyrir alla, nema konur. Og þá sem hafa ekki gaman af ofurhetjumyndum. Eða myndum yfir höfuð.
4 stjörnur af 4.
Í gær, 1. maí, fór ég í fyrsta sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og skemmti mér konunglega. Á myndinni hér til hægri má sjá þegar sjóræningjar mættu á svæðið og sköpuðu glundroða.

Allavega, ég var að velta fyrir mér nafninu á garðinum (fjölskyldu- og húsdýragarðurinn). Ég skoða húsdýrin. Á ég að skoða fjölskyldurnar líka? Gefur nafnið á garðinum til kynna bæði í senn; hvað á að skoða og hverjir eiga að skoða? Og þurfa gestir að vera hluti af fjölskyldu?

Ef einhleypir væru meirihluti gestanna myndi garðurinn heita Einhleypinga- og húsdýragarðurinn? Og ef engin húsdýr væru, heldur t.d. mellur þeirra í stað, myndi garðurinn heita Einhleypinga- og melludýragarðurinn?

Bara að velta þessu fyrir mér.