Allt þetta vesen í Austurríki hefur fengið mig til að hugsa; hvað er eiginlega langt síðan ég lét fólk vita hvaða myndir ég hef verið að sjá í bíó? Svar: Alltof.
Þessar myndir hef ég séð nýlega:
Definitely, maybeMaður segir dóttir sinni sögu af því hvernig hann reið sig í gegnum reiðinnar býsn af kvenfólki til að kynnast móður hennar. Hugljúf en um leið smá truflandi saga. Sæmilega skemmtileg og vel leikin. Hentar betur fyrir konur.
2 stjörnur af 4.
21Fór á forsýningu á þessa mynd í lúxussal eins og ráðherra, eða eitthvað spilltara. Tölfræðithriller, ótrúlegt nokk. Ungur stærðfræðinörd gengur í hóp nemenda sem svindlar í leiknum 21 í Vegas. Upp hefjast tölfræðibardagar.
Fínasta afþreying, en eitthvað vantar. Kevin Spacey finnst mér ofleika í myndinni, aldrei þessu vant. Fín afþreying.
2,5 stjörnur af 4.
Forgetting Sarah MarshallGóðum pilti er dömpað af sóðahóru. Eftir erfitt tímabil ákveður hann að fara í frí til Hawaii, en þar reynist hans fyrrverandi sóðahóra vera með sóðahórukærasta sínum.
Hljómar ekki svo vel en er stórskemmtileg mynd. Mæli með henni.
3,5 stjörnur af 4.
Street kingsKeanu Reeves leikur löggu sem lendir í bobba. Skemmtilegt en kannski fyrirsjáanlegt plott. Slefandi ofleikur hjá Forest Whitaker, sem leikur dæmigerðan snældubrjálaðan yfirmann.
Nokkuð góð mynd, en hún skilur lítið eftir sig.
2 stjörnur af 4.
Iron manVopnaauðjöfur verður fyrir lífshættulegri reynslu í Afganistan, sem breytir lífsviðhorfi hans. Hann ákveður að gerast ofurhetja. Ólíkt mér þá tekst það hjá honum.
Stórkostlegt leikaraúrval í myndinni, frábærar tæknibrellur, skemmtileg saga og..eh... fallegir litir valda því að myndin er frábær skemmtun. Mæli með þessari fyrir alla, nema konur. Og þá sem hafa ekki gaman af ofurhetjumyndum. Eða myndum yfir höfuð.
4 stjörnur af 4.