fimmtudagur, 15. maí 2008

Hér má sjá eitt stílhreinasta myndband sem nokkurntíman hefur verið gert. Þar sem það er stílhreint verður það sjálfkrafa stórkostlegt. Fyrir einhverja einkennilega tilviljun er þetta myndband við mjög gott lag hljómsveitarinnar Röyksopp; Remind me.




Fólk kann ef til vill að segja að þetta myndband sé ekki það stílhreinasta. Það fólk hefur rangt fyrir sér. Sama fólk myndi kannski halda áfram að rífa kjaft og segja það vera smekksatriði. Það hefur þá rangt fyrir sér aftur.

Þetta myndband er stílhreinasta myndband sem gert hefur verið samkvæmt alheimsstöðlum stílhreinna, sem ég bjó til í morgun. Ég nenni ekki að fara út í þá staðla núna. Er þreyttur í puttunum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.