Það virðist sem ákvörðun mín um að tilkynna að ég hafi troðið á síðustu körfuboltaæfingu (með blakbolta) hafi verið ein sú versta sem ég hef tekið um ævina.
Fyrir utan að tilkynna það á þessari síðu og kaupa smá auglýsingu fyrir Eurovisionkeppnina á laugardaginn, þá hef ég nefnt þetta við alla sem hafa talað við mig síðan þetta gerðist. Svona hafa ca öll samtöl verið:
Viðmælandi: Sæll, heyrðu geturðu hjálpað mér aðeins? / Sæll, hvað segirðu? / Hringdu á neyðarlínuna!
Ég: "Ég tróð á laugardaginn í fyrsta sinn."
viðmælandi: "Í fyrsta sinn? Ehh... gastu aldrei troðið?"
Ég: "...nei. En ég gerði það á laugardaginn. Reyndar bara með blakbo..."
Viðmælandi: "Fokking aumingi"
Ég: ":("
Þetta kennir mér að monta mig ekki. Ég mun amk aldrei segja neinum frá því ef ég mun einhverntíman elda mér mína fyrstu máltíð eða gera eitthvað ennþá stórkostlegra.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.