Í dag kom ég með eitt versta grín ársins. Það kostaði mig orðsporið og mögulega vináttu. Grínið var liklega ekki þess virði.
Ég var að ræða við Jónas um póker. Samtalið var ca svona:
Jónas
Ég varð í 23. sæti á 500 manna pókermótinu í gær.
Finnur
Hvernig hefurðu tíma fyrir svona stór mót?
Ég myndi kannski taka þátt í 100+ manna móti ef ég væri lamaður fyrir neðan háls. Bara kannski.
Jónas
Þess vegna fíla ég betur að taka cash [cash = fljótleg gerð af póker]
Finnur
Ég þarf að læra cash betur.
Svo langar mig líka að læra tango.
Ég leigi mér bara myndina Tango & Cash.
Jónas
Haltu kjafti
*Jónas appears offline*
Til að hafa þetta á hreinu þá langar mig ekki að læra tangó, né neinn annan dans. Ég fórnaði orðspori mínu fyrir þennan brandara. Jónas neitar að tala við mig. Mér líður ekki svo vel.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.