mánudagur, 19. maí 2008

Í dag hefur lítið gerst, nema hroki, yfirgangur og vanvirðing. En þar sem ég beiti þessum svokölluðu "viðskiptahugtökum" mínum á annað fólk oft á dag, er það ekki fréttnæmt.

Þess í stað kem ég með smá hugsun, en hún skaust í kollinn á mér í einni af tugum, ef ekki milljónum, hugsanapásum í vinnunni.

Ég hef verið kallað ýmislegt um ævina, þar á meðal:

Versti góði strákur í Heimi.
Besti vondi strákur í Heimi.
Versti hugsari í Heimi.

Þetta stemmir alls ekki. Hver er þessi Heimir og af hverju á ég að vera í honum? Ég minnist þess ekki að hafa verið í honum, sérstaklega ekki þegar þetta var sagt við mig. Kenningarnar hafa þannig verið afsannaðar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.