föstudagur, 2. maí 2008

Í gær, 1. maí, fór ég í fyrsta sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og skemmti mér konunglega. Á myndinni hér til hægri má sjá þegar sjóræningjar mættu á svæðið og sköpuðu glundroða.

Allavega, ég var að velta fyrir mér nafninu á garðinum (fjölskyldu- og húsdýragarðurinn). Ég skoða húsdýrin. Á ég að skoða fjölskyldurnar líka? Gefur nafnið á garðinum til kynna bæði í senn; hvað á að skoða og hverjir eiga að skoða? Og þurfa gestir að vera hluti af fjölskyldu?

Ef einhleypir væru meirihluti gestanna myndi garðurinn heita Einhleypinga- og húsdýragarðurinn? Og ef engin húsdýr væru, heldur t.d. mellur þeirra í stað, myndi garðurinn heita Einhleypinga- og melludýragarðurinn?

Bara að velta þessu fyrir mér.

0 athugasemdir: