Ég hef áður fjallað um þetta en hér kemur það aftur;
Í fyrra var ég einu sinni beðinn um að giska á úrslit í UEFA keppni einhverri í fótbolta. Ég sagði einhverjar tvær tölur og nafn á liði og lagði 500 krónur undir. Úrslitið urðu 3-2 fyrir einhverju liði og ég sá eini með rétt. Í kjölfarið varð ég ríkur og mjög hataður á vinnustaðnum mínum.
Fyrir ca 3-4 vikum síðan var ég svo beðinn um að giska á önnur úrslit í sömu keppni. Ég held ég hafi sagt 2-1 fyrir einhverju liði og hafði rétt fyrir mér.
Skömmu síðar var ég beðinn aftur um úrslit og gaf þá upp töluna 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það reyndist rétt.
Í gær var svo úrslitaleikur milli Man Utd. og Chelsea. Ég giskaði á 1-1 eftir venjulegan leiktíma en að Man Utd. myndi svo sigra að lokum. Það var rétt.
Með þessu athæfi hef ég klárað mína heppni út þetta líf. Það var þess virði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.