mánudagur, 5. maí 2008

Hér eru nokkrar algengar spurningar sem ég er spurður, dags daglega. Til að spara mér tíma svara ég þeim öllum hér í svokölluðu FAQ (Ísl. ASS (Algengar sjóðandi spurningar) horni (nýtt og endurbætt):

1. Sæll, hvað segirðu?
Svar: Fínt. En þú?

2. Sæll, hvað er að frétta?
Svar: Ekkert. En af þér?

3. Hvaða lykt er þetta?
Svar: Af hverju horfðirðu á mig þegar þú spurðir?

4. Ertu jafn fámáll og þú varst í gamla daga?
Svar: Bara við fólk sem ég hata.

5. Viltu hætta þessu?
Svar: Ok. Fyrirgefðu.

6. Og fara í fötin?
Svar: Ok. Ekki hringja í lögguna.

7. Jæja, sjáumst.
Svar: Þetta er ekki spurning.

8. Hvað meinarðu?
Svar: *högg í maga*

Þetta mun líklega spara mér marga klukkutíma af smátali, svo ég get einbeitt mér betur að því að sitja eða labba.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.