Í gær, í klippingu, spurði klippikonan hvort ég vildi ekki láta snyrta á mér augabrúnirnar.
Ég hló bara í fyrstu. Og hún hló líka, sem lét mig afskrifa þessa tillögu hennar. Svo hættum við að hlæja. Þá kom vandræðaleg þögn og svo ítrekaði hún spurninguna.
Ég hefði hlaupið út grátandi ef hefði séð eitthvað fyrir augabrúnunum, en ákvað þess í stað að gangast við tilboði hennar. Í dag lít ég út fyrir að vera siðmenntaður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.