Í þessum rituðum orðum er ég að ljúka störfum hjá Skattstofu Austurlands. Héðan liggur leiðin til Reykjavíkur þar sem ég mun búa með ástkonu minni, Soffíu Sveins hvorki meira né minna, ásamt því að velja mér vinnu sem hentar mér vel.
Ég veit ekki hvenær ég skrifa aftur hérna, þar sem ég á eftir að fá netið fyrir sunnan.
Ég veit ekki hvenær ég fæ vinnu í Reykjavíkinni.
Ég veit ekki hvar við munum fá innbúið í íbúðina.
Ég veit allavega að ég mun sakna austurlandsins og stefni á að koma aftur næsta sumar og fara þá ekki aftur héðan í bili.
Takk fyrir sumarið.
föstudagur, 25. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er dagurinn sem enginn svarar í símann. Leiðinleg tilviljun að þetta er einmitt sá dagur ársins sem ég hringi mest allra á landinu. Hér er dæmi:
* Hringdi í DV 5 sinnum. Svaraði aldrei.
* Hringdi í beint númer hjá ákveðnum starfsmanni DV. Svaraði ekki.
* Hringdi í GSM númer hjá ákveðnum starfsmanni DV. Svaraði ekki.
(* Sendi ákveðnum starfsmanni DV e-mail. Svaraði ekki.)
* Hringdi í ráðningastjóra 365 miðla. Svaraði ekki.
* Hringdi í Soffíu tvisvar. Svaraði í hvorugt skiptið.
* Hringdi í þjónustuver BTnet.is tvisvar. Beið í 5 mínútur á línunni. Svaraði ekki.
* Hringdi í þjónustuver Símans tvisvar. Beið í 5 mínútur á línunni. Svaraði ekki.
* Hringdi í pabba. Svaraði ekki.
* Hringdi í Góða Hirðinn. Svaraði ekki.
Og svona mætti lengi telja. Það mætti halda að tæknin geri fólk það kleift að sjá að ég er að hringja, eða eitthvað sambærilegt.
* Hringdi í DV 5 sinnum. Svaraði aldrei.
* Hringdi í beint númer hjá ákveðnum starfsmanni DV. Svaraði ekki.
* Hringdi í GSM númer hjá ákveðnum starfsmanni DV. Svaraði ekki.
(* Sendi ákveðnum starfsmanni DV e-mail. Svaraði ekki.)
* Hringdi í ráðningastjóra 365 miðla. Svaraði ekki.
* Hringdi í Soffíu tvisvar. Svaraði í hvorugt skiptið.
* Hringdi í þjónustuver BTnet.is tvisvar. Beið í 5 mínútur á línunni. Svaraði ekki.
* Hringdi í þjónustuver Símans tvisvar. Beið í 5 mínútur á línunni. Svaraði ekki.
* Hringdi í pabba. Svaraði ekki.
* Hringdi í Góða Hirðinn. Svaraði ekki.
Og svona mætti lengi telja. Það mætti halda að tæknin geri fólk það kleift að sjá að ég er að hringja, eða eitthvað sambærilegt.
fimmtudagur, 24. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef ákveðið að versla mér nuddhaus á sturtuna mína sem ég á reyndar eftir að versla.
Áður en ég kaupi mér hágæðasturtuna þarf ég þó fyrst að versla mér eða byggja risahúsnæði.
Áður en það tekst ætla ég þó að vera búinn að greiða niður skuldirnar sem fylgdu náminu.
Áður en ég greiði niður skuldirnar og byggi mér hús verð ég að vera búinn að finna mér vinnu, helst á austurlandi.
Áður en ég fæ mér vinnu á austurlandi þarf ég að finna mér vinnu í Reykjavík þar sem ég hyggst vinna í vetur ásamt því að leigja íbúð með Soffíu.
Áður en ég fæ mér vinnu í Reykjavík þarf ég að flytja suður en það verður gert á sunnudaginn næstkomandi.
Þannig að ég kaupi mér nuddhaus í sturtuna mína eftir ca 30-35 ár.
Áður en ég kaupi mér hágæðasturtuna þarf ég þó fyrst að versla mér eða byggja risahúsnæði.
Áður en það tekst ætla ég þó að vera búinn að greiða niður skuldirnar sem fylgdu náminu.
Áður en ég greiði niður skuldirnar og byggi mér hús verð ég að vera búinn að finna mér vinnu, helst á austurlandi.
Áður en ég fæ mér vinnu á austurlandi þarf ég að finna mér vinnu í Reykjavík þar sem ég hyggst vinna í vetur ásamt því að leigja íbúð með Soffíu.
Áður en ég fæ mér vinnu í Reykjavík þarf ég að flytja suður en það verður gert á sunnudaginn næstkomandi.
Þannig að ég kaupi mér nuddhaus í sturtuna mína eftir ca 30-35 ár.
miðvikudagur, 23. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tel mig vera talsvert opinhuga (open minded) varðandi nýjungar. Ég tek til dæmis vel í þá staðreynd að herinn sé á förum, ég hef ekkert á móti raunveruleikaþáttum í sjónvarpi og hef gaman að nýjum nöfnum í íslensku, eins og Gnýr, Knörr, Grélöð og Kapítóla.
En ég get alls ekki samþykkt nýtt kvenmannsnafn sem skotið hefur rótum hérlendis. Nafnið er Ninja. Ég lýg þessu ekki. Það eru í alvöru til íslenskir kvenmenn sem heita Ninja.
Þetta er Ninja!
Fyrst þetta má þá vil ég heita Finnur Karate Kid Gunnarsson eða Finnur Samurai Gunnarsson.
En ég get alls ekki samþykkt nýtt kvenmannsnafn sem skotið hefur rótum hérlendis. Nafnið er Ninja. Ég lýg þessu ekki. Það eru í alvöru til íslenskir kvenmenn sem heita Ninja.
Þetta er Ninja!
Fyrst þetta má þá vil ég heita Finnur Karate Kid Gunnarsson eða Finnur Samurai Gunnarsson.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þau tímamót urðu í gærkvöldi að ég borðaði ekkert nammi. Þetta er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti í sumar sem ég borða ekkert nammi að kvöldi til.
Ástæðan er sú að ég tróð í mig nammi allan daginn og var saddur allt kvöldið.
Sem afsökun fyrir sælgætisneyslu minni er betra að taka það fram að ég snæði ekki kjöt, drekk ekki kaffi eða áfengi og neita mér yfirleitt um heróín þannig að ég má leyfa mér nammi, jafnvel hafa nammi sem aðal fæðutegund mína, með góðri samvisku fjandinn hafi það.
Ástæðan er sú að ég tróð í mig nammi allan daginn og var saddur allt kvöldið.
Sem afsökun fyrir sælgætisneyslu minni er betra að taka það fram að ég snæði ekki kjöt, drekk ekki kaffi eða áfengi og neita mér yfirleitt um heróín þannig að ég má leyfa mér nammi, jafnvel hafa nammi sem aðal fæðutegund mína, með góðri samvisku fjandinn hafi það.
þriðjudagur, 22. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um miðja nótt í nótt vakti ég Soffíu með því að stökkva á hana og gott ef ég sló ekki til hennar í leiðinni. Soffía brást auðvitað illa við og spurði hvað ég væri að gera og ég svaraði "Þú varst komin á minn helming!" pirraður.
Þar sem ég man ekkert eftir þessu og finnst mjög ólíklegt að ég fari að pirra mig á því að Soffía fari á minn helming, dreg ég þá ályktun að ég hafi annað hvort verið andsetinn djöflinum eða bara gengið í svefni.
Ég kýs þó að notast við Occam's Razor eða Rakvélablað Occams, sem segir okkur að einfaldasta útskýringin er sennilega réttasta útskýringin. Samkvæmt Occam er ég því einfaldlega ofbeldisfullur geðsjúklingur sem kljáist við valdakomplexa.
Þar sem ég man ekkert eftir þessu og finnst mjög ólíklegt að ég fari að pirra mig á því að Soffía fari á minn helming, dreg ég þá ályktun að ég hafi annað hvort verið andsetinn djöflinum eða bara gengið í svefni.
Ég kýs þó að notast við Occam's Razor eða Rakvélablað Occams, sem segir okkur að einfaldasta útskýringin er sennilega réttasta útskýringin. Samkvæmt Occam er ég því einfaldlega ofbeldisfullur geðsjúklingur sem kljáist við valdakomplexa.
mánudagur, 21. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég veit ekki hvernig á að orða þetta þannig að:
Finnur + Soffía + Egilsstaðir + 6 dagar = Finnur + Soffía + Reykjavík
Ennfremur er gott að nefna að:
Finnur - Egilsstaðir = Finnur + Depurð
og
Finnur + depurð + kók + risahraun = Finnur
og að lokum
kók + risahraun = 210 krónur
Finnur + Soffía + Egilsstaðir + 6 dagar = Finnur + Soffía + Reykjavík
Ennfremur er gott að nefna að:
Finnur - Egilsstaðir = Finnur + Depurð
og
Finnur + depurð + kók + risahraun = Finnur
og að lokum
kók + risahraun = 210 krónur
föstudagur, 18. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn held ég áfram að fikta með nýtt útlit á bloggi. Í þetta sinn má sjá nýtt útlit hér. Ég á eftir að laga það eitthvað en útlit síðunnar sést í aðalatriðum.
Annars góða helgi. Gerið það sem ég myndi ekki gera (t.d. að lita augabrúnirnar ljósar).
Annars góða helgi. Gerið það sem ég myndi ekki gera (t.d. að lita augabrúnirnar ljósar).
fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
New York Times spurði nýlega þjóðir heims: "Þróaðist nútímamaðurinn frá öðrum dýrategundum?" eða "Trúir þú á þróunarkenningu Darwins?"
Hér er niðurstaðan. Sláandi. Hvar er ein menntaðasta þjóð heims, Bandaríkin?
Þar með líkur 'röflumyfirbandaríkjafíflunum'deginum sem í dag er haldinn hátíðlegur víðsvegar í hausnum á mér.
Hér er niðurstaðan. Sláandi. Hvar er ein menntaðasta þjóð heims, Bandaríkin?
Þar með líkur 'röflumyfirbandaríkjafíflunum'deginum sem í dag er haldinn hátíðlegur víðsvegar í hausnum á mér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þetta lætur mig fá trú á bandaríkjamönnum aftur, þar sem þetta gefur til kynna að bandaríkjamenn hafi þá ekkert kosið þetta fífl yfir heiminn eftir allt saman.
Þar sem ég er góður við sótsvartan almúgann hef ég ákveðið að gefa ykkur rödd.
Hvað finnst ykkur?
Þar sem ég er góður við sótsvartan almúgann hef ég ákveðið að gefa ykkur rödd.
Hvað finnst ykkur?
miðvikudagur, 16. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til ykkar sem nýlega eignuðust barn; þetta er ekki svo merkilegt. Það eru til um 6 milljarðar manns í heiminum sem einhverntíman fæddust líka.
Að eignast Peugeot Présence 206, árgerð 2000 sem er rauður á lit er hinsvegar stórmerkilegt þar sem ég efast um að yfir 10.000 þannig bifreiðar eru til í heiminum.
Þetta er í síðasta sinn sem ég nefni bílinn minn, ég lofa.
Að eignast Peugeot Présence 206, árgerð 2000 sem er rauður á lit er hinsvegar stórmerkilegt þar sem ég efast um að yfir 10.000 þannig bifreiðar eru til í heiminum.
Þetta er í síðasta sinn sem ég nefni bílinn minn, ég lofa.
þriðjudagur, 15. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér með tilkynnist við hátíðlega athöfn að bifreið mín, sem er Peugeot Présence 206 og fæddur árið 2000, heitir ekki lengur Lalli Ljón heldur Bjarni Fel þar sem hann er rauður að lit (og er ljón).
Nú vantar mig bara skrúfjárn til að rista nýja nafnið á húddið um leið og ég krassa yfir gömlu áristunina.
Nú vantar mig bara skrúfjárn til að rista nýja nafnið á húddið um leið og ég krassa yfir gömlu áristunina.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessa dagana vildi ég að ég ætti tímavél svo ég gæti farið aftur í tímann frá því ég var í menntaskólanum. Þar hefði ég vingast við Magna, sem nú keppir í raunveruleikaþáttunum Rockstar:Supernova, og sannfært hann um ágæti nafnsins Guðmundur, en hann heitir einmitt Guðmundur Magni, eftir því sem ég best veit.
Það væri mjög fyndið að heyra glyðrukynnirinn í þáttunum segja t.d. "Give a warm welcome to Icelands Guðmundur!" eða helmálaða gítarleikarann segja "Good job Guðmundur".
Skemmtilegast þætti mér þó að heyra Tommy Lee segja "are you ready? Get this; Guðmundurficent"
Það væri mjög fyndið að heyra glyðrukynnirinn í þáttunum segja t.d. "Give a warm welcome to Icelands Guðmundur!" eða helmálaða gítarleikarann segja "Good job Guðmundur".
Skemmtilegast þætti mér þó að heyra Tommy Lee segja "are you ready? Get this; Guðmundurficent"
mánudagur, 14. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um helgina dreymdi mig einn svakalegasta draum allra tíma. Í draumnum voru 8 mjög sérstakir karakterar, plott, geðsýki, verkefni, áætlanir, ranghugmyndir, brengluð sjálfsímynd, flugur, dökkar íbúðir, svertingi(!!) og óvæntur endir. Ég er enn að jafna mig eftir þessar draumfarir.
Ég myndi birta myndir ef ég hefði ekki gleymt myndavélinni í annari vídd. Ég myndi líka segja almennilega frá draumnum ef ég héldi ekki að þið mynduð missa vitið við frásögnina.
Annars fín helgi.
Ég myndi birta myndir ef ég hefði ekki gleymt myndavélinni í annari vídd. Ég myndi líka segja almennilega frá draumnum ef ég héldi ekki að þið mynduð missa vitið við frásögnina.
Annars fín helgi.
föstudagur, 11. ágúst 2006
fimmtudagur, 10. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er eitt að vera kominn með eitthvað af gráum hárum á hausinn og annað að vera orðinn gráskeggjaður áður en skeggið nær að vera nægilega þykkt til að teljast ekki vera hýungur en að vera kominn með grá nasahár er of mikið. Ég hlakka ekki til að biðja um "nefháralitunardót" í apótekinu á eftir.
Í öðrum fréttum er það helst að ég brenndi mig, að ég hélt, lítillega á pönnu við að horfa á eldamennsku. Nú er sárið orðið stórt og mikið og stefnir í að ég muni bera risavaxið ör á baugfingri vinstri handar alla mína ævi. Þetta er sjöunda örið sem ég fæ á vinstri hendina og ör númer 100.000 á öllum líkamanum. Því verður fagnað með því að rista eitthvað fallegt í handlegginn á mér í kvöld.
Í öðrum fréttum er það helst að ég brenndi mig, að ég hélt, lítillega á pönnu við að horfa á eldamennsku. Nú er sárið orðið stórt og mikið og stefnir í að ég muni bera risavaxið ör á baugfingri vinstri handar alla mína ævi. Þetta er sjöunda örið sem ég fæ á vinstri hendina og ör númer 100.000 á öllum líkamanum. Því verður fagnað með því að rista eitthvað fallegt í handlegginn á mér í kvöld.
miðvikudagur, 9. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Niðurstöður könnunarinnar eru komnar í ljós. Þær má sjá hér.
Alls kusu 40 manns, þar af voru 6 sáttir við athugasemdaleysið hérna. Það er nóg fyrir mig. Athugasemdaleysið heldur áfram.
*Leiðrétting*
Við nánari athugun á niðurstöðunum má sjá að 85% eru ósáttir við athugasemdaleysið. Í ljósi þess hef ég ákveðið að íhuga endurkomu athugasemda, jafnvel í tilraunaskyni í einhvern tíma.
Alls kusu 40 manns, þar af voru 6 sáttir við athugasemdaleysið hérna. Það er nóg fyrir mig. Athugasemdaleysið heldur áfram.
*Leiðrétting*
Við nánari athugun á niðurstöðunum má sjá að 85% eru ósáttir við athugasemdaleysið. Í ljósi þess hef ég ákveðið að íhuga endurkomu athugasemda, jafnvel í tilraunaskyni í einhvern tíma.
þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef fundið svartasta húmor alheimsins. Hann finnst í einni mynd. Skoðið hana hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkur spakmæli sem mér dettur í hug á degi sem þessum þegar ekkert virðist ganga upp:
* Aldrei nokkurntíman, undir neinum kringumstæðum, getur eitthvað, sama hversu smávægilegt það er, gengið fullkomlega upp.
* Ekkert er svo með öllu gott að ei boði illt.
* Betra er að skrifa neikvæða bloggfærslu en að reyna aftur.
* Neikvæðni og nöldur þrautir vinnur allar.
* Aldrei nokkurntíman, undir neinum kringumstæðum, getur eitthvað, sama hversu smávægilegt það er, gengið fullkomlega upp.
* Ekkert er svo með öllu gott að ei boði illt.
* Betra er að skrifa neikvæða bloggfærslu en að reyna aftur.
* Neikvæðni og nöldur þrautir vinnur allar.
fimmtudagur, 3. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er listi yfir 5 óþægilegustu (andlegar eða líkamlegar) tilfinningar í heimi, sem ég hef upplifað:
5. Að raka sig án raksápu og án þess að hafa farið í sturtu áður.
4. Að vakna snemma.
3. Að vera blokkaður í körfubolta af mjög lágvöxnum einstaklingi.
2. Að sjá vatnið í klósetinu hækka of mikið þegar sturtað er niður.
1. Að vera með bólu í eyranu.
Ég er að kljást við tvö af þessum vandamálum þegar þetta er ritað.
5. Að raka sig án raksápu og án þess að hafa farið í sturtu áður.
4. Að vakna snemma.
3. Að vera blokkaður í körfubolta af mjög lágvöxnum einstaklingi.
2. Að sjá vatnið í klósetinu hækka of mikið þegar sturtað er niður.
1. Að vera með bólu í eyranu.
Ég er að kljást við tvö af þessum vandamálum þegar þetta er ritað.
miðvikudagur, 2. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér í nokkurn tíma, nánar tiltekið í allt að 5 mínútur. Ef spurningahlekkurinn fór framhjá ykkur, smellið hér fyrir spurninguna.
Ekki að þetta skipti neinu máli. Ég er einráður á þessu bloggi sem þýðir að hér ríkir ekki lýðræði og því skiptir skoðun ykkar litlu máli.
Þegar ég segi "litlu" þá meina ég auðvitað "engu".
Ekki að þetta skipti neinu máli. Ég er einráður á þessu bloggi sem þýðir að hér ríkir ekki lýðræði og því skiptir skoðun ykkar litlu máli.
Þegar ég segi "litlu" þá meina ég auðvitað "engu".
þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er gefið frí eftir hádegi á skattstofu Reykjavíkur vegna veðurs en á hádegi var 16 stiga hiti. Hér á austurlandi hefur hitinn varla farið niður fyrir 16 gráðurnar síðasta mánuðinn og aldrei hefur verið gefið frí vegna veðurs.
Við getum búist við að fréttamiðlar landsins keppist við að sýna myndir frá Reykjavík í fréttum dagsins þar sem þar er besta veðrið í dag í annað sinn í sumar.
Allavega, ég ætla að reyna að virkja þessa biturð. Ef það tekst fullkomlega mun ég verða búinn að byggja mér skip í lok dags.
Við getum búist við að fréttamiðlar landsins keppist við að sýna myndir frá Reykjavík í fréttum dagsins þar sem þar er besta veðrið í dag í annað sinn í sumar.
Allavega, ég ætla að reyna að virkja þessa biturð. Ef það tekst fullkomlega mun ég verða búinn að byggja mér skip í lok dags.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)