Þessa dagana vildi ég að ég ætti tímavél svo ég gæti farið aftur í tímann frá því ég var í menntaskólanum. Þar hefði ég vingast við Magna, sem nú keppir í raunveruleikaþáttunum Rockstar:Supernova, og sannfært hann um ágæti nafnsins Guðmundur, en hann heitir einmitt Guðmundur Magni, eftir því sem ég best veit.
Það væri mjög fyndið að heyra glyðrukynnirinn í þáttunum segja t.d. "Give a warm welcome to Icelands Guðmundur!" eða helmálaða gítarleikarann segja "Good job Guðmundur".
Skemmtilegast þætti mér þó að heyra Tommy Lee segja "are you ready? Get this; Guðmundurficent"
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.