fimmtudagur, 10. ágúst 2006

Það er eitt að vera kominn með eitthvað af gráum hárum á hausinn og annað að vera orðinn gráskeggjaður áður en skeggið nær að vera nægilega þykkt til að teljast ekki vera hýungur en að vera kominn með grá nasahár er of mikið. Ég hlakka ekki til að biðja um "nefháralitunardót" í apótekinu á eftir.

Í öðrum fréttum er það helst að ég brenndi mig, að ég hélt, lítillega á pönnu við að horfa á eldamennsku. Nú er sárið orðið stórt og mikið og stefnir í að ég muni bera risavaxið ör á baugfingri vinstri handar alla mína ævi. Þetta er sjöunda örið sem ég fæ á vinstri hendina og ör númer 100.000 á öllum líkamanum. Því verður fagnað með því að rista eitthvað fallegt í handlegginn á mér í kvöld.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.