þriðjudagur, 22. ágúst 2006

Um miðja nótt í nótt vakti ég Soffíu með því að stökkva á hana og gott ef ég sló ekki til hennar í leiðinni. Soffía brást auðvitað illa við og spurði hvað ég væri að gera og ég svaraði "Þú varst komin á minn helming!" pirraður.

Þar sem ég man ekkert eftir þessu og finnst mjög ólíklegt að ég fari að pirra mig á því að Soffía fari á minn helming, dreg ég þá ályktun að ég hafi annað hvort verið andsetinn djöflinum eða bara gengið í svefni.

Ég kýs þó að notast við Occam's Razor eða Rakvélablað Occams, sem segir okkur að einfaldasta útskýringin er sennilega réttasta útskýringin. Samkvæmt Occam er ég því einfaldlega ofbeldisfullur geðsjúklingur sem kljáist við valdakomplexa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.