Í þessum rituðum orðum er ég að ljúka störfum hjá Skattstofu Austurlands. Héðan liggur leiðin til Reykjavíkur þar sem ég mun búa með ástkonu minni, Soffíu Sveins hvorki meira né minna, ásamt því að velja mér vinnu sem hentar mér vel.
Ég veit ekki hvenær ég skrifa aftur hérna, þar sem ég á eftir að fá netið fyrir sunnan.
Ég veit ekki hvenær ég fæ vinnu í Reykjavíkinni.
Ég veit ekki hvar við munum fá innbúið í íbúðina.
Ég veit allavega að ég mun sakna austurlandsins og stefni á að koma aftur næsta sumar og fara þá ekki aftur héðan í bili.
Takk fyrir sumarið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.