miðvikudagur, 23. ágúst 2006

Þau tímamót urðu í gærkvöldi að ég borðaði ekkert nammi. Þetta er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti í sumar sem ég borða ekkert nammi að kvöldi til.

Ástæðan er sú að ég tróð í mig nammi allan daginn og var saddur allt kvöldið.

Sem afsökun fyrir sælgætisneyslu minni er betra að taka það fram að ég snæði ekki kjöt, drekk ekki kaffi eða áfengi og neita mér yfirleitt um heróín þannig að ég má leyfa mér nammi, jafnvel hafa nammi sem aðal fæðutegund mína, með góðri samvisku fjandinn hafi það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.