miðvikudagur, 23. ágúst 2006

Ég tel mig vera talsvert opinhuga (open minded) varðandi nýjungar. Ég tek til dæmis vel í þá staðreynd að herinn sé á förum, ég hef ekkert á móti raunveruleikaþáttum í sjónvarpi og hef gaman að nýjum nöfnum í íslensku, eins og Gnýr, Knörr, Grélöð og Kapítóla.

En ég get alls ekki samþykkt nýtt kvenmannsnafn sem skotið hefur rótum hérlendis. Nafnið er Ninja. Ég lýg þessu ekki. Það eru í alvöru til íslenskir kvenmenn sem heita Ninja.

Þetta er Ninja!

Fyrst þetta má þá vil ég heita Finnur Karate Kid Gunnarsson eða Finnur Samurai Gunnarsson.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.