þriðjudagur, 1. ágúst 2006

Í dag er gefið frí eftir hádegi á skattstofu Reykjavíkur vegna veðurs en á hádegi var 16 stiga hiti. Hér á austurlandi hefur hitinn varla farið niður fyrir 16 gráðurnar síðasta mánuðinn og aldrei hefur verið gefið frí vegna veðurs.

Við getum búist við að fréttamiðlar landsins keppist við að sýna myndir frá Reykjavík í fréttum dagsins þar sem þar er besta veðrið í dag í annað sinn í sumar.

Allavega, ég ætla að reyna að virkja þessa biturð. Ef það tekst fullkomlega mun ég verða búinn að byggja mér skip í lok dags.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.