Í tilefni síðasta dags ársins fer ég yfir áramótaheiti ársins 2009:
1. Drekka meira áfengi.
Á árinu 2008 drakk ég áfengi tvisvar. 2009 drakk ég áfengi fimm sinnum. Tókst.
2. Fara á fleiri viðburði.
Ég fór aðallega í bíó, matarboð og á körfuboltaleiki. Fór ekki á neina tónleika né dansiböll. Lélegur árangur.
3. Þyngjast meira.
Náði 96 kílóum í maí sem er persónulegt met. Tókst.
4. Sofa meira.
Svaf um sex tíma að meðaltali á nóttu. Alls ekki nógu gott. Hræðilegur árangur.
5. Verða ákveðnari.
Ég held að ég hafi lítið breyst hvað ákveðni varðar. Áframhaldandi verkefni á árinu 2010. Lélegur árangur.
6. Verða óhjálpsamari.
Ég held ég hafi ekki verið svo hjálpsamur fyrir. Ógilt áramótaheiti.
7. Verða sjálfhverfari.
Ég held að það sé ekki hægt að verða mikið sjálfhverfari en að reka bloggsíðu um daglegt líf mitt. Góður árangur.
8. Verða almennt verri maður.
Ég held ég geti ekki orðið verri maður en ég var á árinu 2008. Hræðilegur árangur.
Áramótaheitin 2010, yfirlit ársins 2009 og myndayfirlit, svo eitthvað sé nefnt, kemur næstu daga.
Gleðilegt ár og takk fyrir lesturinn og samverustundirnar á árinu sem er að líða. Sjáumst á því nýja.
fimmtudagur, 31. desember 2009
miðvikudagur, 30. desember 2009
þriðjudagur, 29. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær fór ég nánast kviknakinn í sundlaug Egilsstaða í mínus 16 gráðu hita. Hárið á mér og annar handleggurinn náði að frjósa í gegn áður en ég komst í laugina.
Þetta hef ég gert daglega frá því ég kom hingað, ef undan eru taldir stærstu hátíðardagarnir en þá hef ég farið út að labba þar til ég finn ekki lengur fyrir andlitinu á mér.
Þegar ég leit svo í spegil í morgun brá mér í brún. Svo kulnaður er ég í andlitinu að ég gubbaði. Það er Kodak augnablik:
Annars hef ég skipt um athugasemdakerfi í fyrsta sinn frá upphafi síðunnar. Það byrjar eitthvað erfiðlega, en svo virðist sem það ljúgi til um fjölda athugasemda.
Ég laga það á næstu dögum og bæti fídusum við það. Tillögur eru vel þegnar. Í athugasemdakerfinu.
Þetta hef ég gert daglega frá því ég kom hingað, ef undan eru taldir stærstu hátíðardagarnir en þá hef ég farið út að labba þar til ég finn ekki lengur fyrir andlitinu á mér.
Þegar ég leit svo í spegil í morgun brá mér í brún. Svo kulnaður er ég í andlitinu að ég gubbaði. Það er Kodak augnablik:
Annars hef ég skipt um athugasemdakerfi í fyrsta sinn frá upphafi síðunnar. Það byrjar eitthvað erfiðlega, en svo virðist sem það ljúgi til um fjölda athugasemda.
Ég laga það á næstu dögum og bæti fídusum við það. Tillögur eru vel þegnar. Í athugasemdakerfinu.
mánudagur, 28. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld ákvað ég að bregða undir mig betri fætinum og bjóða Helga bróður út að borða í tilefni afmælis hans. Fyrir valinu varð Söluskálinn á Egilsstöðum.
Ég á það til að stressast upp í afgreiðslum og taka frekar vondar ákvarðanir. Þessi afgreiðsla var engin undantekning því ég pantaði mér grísasamloku.
Ef einhver veit ekki hvað grísasamloka er þá má sjá hana hér að neðan:
Í samlokunni voru:
* Hálf harðnað hamborgarabrauð.
* Ca sentimetra lag af remúlaði.
* Einhver klessa sem var laus í sér, sennilega hálfdauður grís.
* Tvær tómatsneiðar.
* Dass af káli.
* Meira remúlaði.
Þetta er án efa versta afsökun fyrir máltíð sem ég hef látið inn fyrir mínar varir (that's what she said), enda lét ég staðar numið eftir tvo bita, annar hverra var bara hvítt hamborgarabrauð og remúlaði.
Betra er að taka fram að ég snæði oft í Söluskálanum og hef alltaf fengið góða máltíð og þjónustu. Þetta var því sennilega skyndiákvörðuninni hjá mér að kenna. Aldrei aftur mun ég velja grísasamloku.
Ég ákvað því að kvarta ekki. Aðallega þó vegna þess að ég hafði svo gaman af þessari styttu sem horfði á mig reyna að borða:
Stærsta gyllinæð sem ég hef séð á styttu.
Ég á það til að stressast upp í afgreiðslum og taka frekar vondar ákvarðanir. Þessi afgreiðsla var engin undantekning því ég pantaði mér grísasamloku.
Ef einhver veit ekki hvað grísasamloka er þá má sjá hana hér að neðan:
Í samlokunni voru:
* Hálf harðnað hamborgarabrauð.
* Ca sentimetra lag af remúlaði.
* Einhver klessa sem var laus í sér, sennilega hálfdauður grís.
* Tvær tómatsneiðar.
* Dass af káli.
* Meira remúlaði.
Þetta er án efa versta afsökun fyrir máltíð sem ég hef látið inn fyrir mínar varir (that's what she said), enda lét ég staðar numið eftir tvo bita, annar hverra var bara hvítt hamborgarabrauð og remúlaði.
Betra er að taka fram að ég snæði oft í Söluskálanum og hef alltaf fengið góða máltíð og þjónustu. Þetta var því sennilega skyndiákvörðuninni hjá mér að kenna. Aldrei aftur mun ég velja grísasamloku.
Ég ákvað því að kvarta ekki. Aðallega þó vegna þess að ég hafði svo gaman af þessari styttu sem horfði á mig reyna að borða:
Stærsta gyllinæð sem ég hef séð á styttu.
sunnudagur, 27. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það sem af er jólafríi á Egilsstöðum (fjórum dögum lokið) hafa keppnir farið svona:
Ég hef...
...unnið spilið Heilaspuni tvisvar af sjö skiptum.
...4,5 vinninga úr 8 skákum.
...unnið Quality Street nammið 73-0.
...tapað sundkeppnum í sundlaug Egilsstaða 5-0.
Á morgun stefni ég á ræktarkeppni og uppkastkeppni við hvern sem þorir.
Ég hef...
...unnið spilið Heilaspuni tvisvar af sjö skiptum.
...4,5 vinninga úr 8 skákum.
...unnið Quality Street nammið 73-0.
...tapað sundkeppnum í sundlaug Egilsstaða 5-0.
Á morgun stefni ég á ræktarkeppni og uppkastkeppni við hvern sem þorir.
föstudagur, 25. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á Egilsstöðum (og Fellabæ) hefur snjóað látlaust frá því ég man eftir mér, eða í amk þrjá daga. Í fannfergi er gott að fara í göngutúra um bæinn og taka myndir.
Myndin hér að ofan var tekin í dag í Fellabæ, þegar ég var nývaknaður um klukkan 17:00. Á henni hefur bróðir minn Helgi tekið stefnuna á skíðabrekku Fellbæinga.
Myndin hér að ofan var tekin í dag í Fellabæ, þegar ég var nývaknaður um klukkan 17:00. Á henni hefur bróðir minn Helgi tekið stefnuna á skíðabrekku Fellbæinga.
fimmtudagur, 24. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég óska öllum fyrrverandi, núverandi og framtíðarlesendum síðunnar gleðilegra jóla. Jólagjöfin mín til ykkar er þessi mynd hér að ofan sem ég teiknaði nýlega. Ég gleymdi reyndar að skreyta tréið. Þið getið kannski gert það á meðan ég pakka inn gjöfum? Takk.
Hér er svo stórkostlega niðurdrepandi lag sem ber nafnið Ef nú væru jól og er með hljómsveitinni Teinar. Það er ekki annað hægt en að elska það.
Lagið er af disknum Svarthvít Jól sem hægt er að niðurhala hér.
Allavega, hafið það gott um jólin.
mánudagur, 21. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það tók fjórar tilraunir að komast austur þessi jólin:
4. tilraun: Ég lenti á Egilsstöðum í dag klukkan 14:00 fyrir tilstilli Flugfélags Íslands. Hér mun ég eyða jólum og áramótum. Sný aftur til Reykjavíkur 3. janúar næstkomandi.
3. tilraun: Ég flaug 75% af leiðinni til Egilsstaða í morgun. Flugvélin þurfti að snúa við vegna bilunnar þegar ég var rétt að byrja að verða flugveikur. Sennilega illa lokað húdd á flugvélinni. 90 mínútna flug til einskis.
2. tilraun: Ég reyndi að keyra bíl pabba vinar míns austur í gær. Á Hellisheiðinni opnaðist húddið* þegar ég var á 120 km hraða og lenti á framrúðunni sem brotnaði í tætlur (sennilega vegna öskra minna). Ég þurfti frá að hverfa og fór á körfuboltaæfingu og bíó í staðinn.
1. tilraun: Ég ætlaði að keyra bíl pabba vinar míns austur í fyrradag. En ég vaknaði mun verri af baktognun en ég var haldinn daginn áður, svo ég ákvað að fresta för þar til ég væri orðinn skárri.
Ég hlakka til að sjá hvernig ferðin til baka endar.
* Mögulega sök bensíntitts sem skipti tékkaði á olíunni fyrir för. Mögulega hönnunargalli. Mögulega Al-Qaeda.
4. tilraun: Ég lenti á Egilsstöðum í dag klukkan 14:00 fyrir tilstilli Flugfélags Íslands. Hér mun ég eyða jólum og áramótum. Sný aftur til Reykjavíkur 3. janúar næstkomandi.
3. tilraun: Ég flaug 75% af leiðinni til Egilsstaða í morgun. Flugvélin þurfti að snúa við vegna bilunnar þegar ég var rétt að byrja að verða flugveikur. Sennilega illa lokað húdd á flugvélinni. 90 mínútna flug til einskis.
2. tilraun: Ég reyndi að keyra bíl pabba vinar míns austur í gær. Á Hellisheiðinni opnaðist húddið* þegar ég var á 120 km hraða og lenti á framrúðunni sem brotnaði í tætlur (sennilega vegna öskra minna). Ég þurfti frá að hverfa og fór á körfuboltaæfingu og bíó í staðinn.
1. tilraun: Ég ætlaði að keyra bíl pabba vinar míns austur í fyrradag. En ég vaknaði mun verri af baktognun en ég var haldinn daginn áður, svo ég ákvað að fresta för þar til ég væri orðinn skárri.
Ég hlakka til að sjá hvernig ferðin til baka endar.
* Mögulega sök bensíntitts sem skipti tékkaði á olíunni fyrir för. Mögulega hönnunargalli. Mögulega Al-Qaeda.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef reynt að komast í bíó síðan á föstudaginn á myndina Avatar, án árangurs. Ég viðurkenni reyndar að ég hef ekki lagt mig mjög fram við miðakaupin, þar sem ég hata mannmergð meira en syndina.
Allavega, myndin er sýnd í þrívídd. Til að sjá þessa umræddu þrívídd þarf þrívíddargleraugu. Við það vakna tvær spurningar:
1. Af hverju eru ekki til þrívíddarlinsur? Gleraugun eru svo stór og þung að mig verkjar í andlitið við að þurfa að hlunkast um með þau.
2. Af hverju eru ekki til tvívíddargleraugu/linsur fyrir allt sem gerist utan bíóhúsanna? Ég væri til í að einfalda líf mitt um þriðjung með því að fækka víddum um eina.
Allavega, myndin er sýnd í þrívídd. Til að sjá þessa umræddu þrívídd þarf þrívíddargleraugu. Við það vakna tvær spurningar:
1. Af hverju eru ekki til þrívíddarlinsur? Gleraugun eru svo stór og þung að mig verkjar í andlitið við að þurfa að hlunkast um með þau.
2. Af hverju eru ekki til tvívíddargleraugu/linsur fyrir allt sem gerist utan bíóhúsanna? Ég væri til í að einfalda líf mitt um þriðjung með því að fækka víddum um eina.
föstudagur, 18. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nokkur örblogg í Facebookstatusastíl:
* Er kominn í jólafrí til 4. janúar á næsta ári. Ég kann ekki að vera í fríi, svo ef þið sjáið mig ráfa fáklæddur um höfnina í Reykjavík, leitandi að Excel, vísið mér í rétta átt.
* Fór í ræktina í kvöld. Sá skó fyrir neðan skápinn minn sem mér fannst ógeðslegir. Fattaði skömmu síðar að þetta voru mínir skór.
* Átti stórkostlega innkomu í ræktina. Lagðist í bekkpressuna og lyfti stönginni, með einhverjum lóðum á. Þá brakaði í öllu bakinu og hálsrígurinn, sem ég fékk fyrir tveimur dögum, kom aftur margfaldur. Ég var tvær mínútur að setjast upp og hjólaði svo í hálftíma til að bjarga andlitinu.
* Komst að því nýlega að í tveimur tonnum af poppi eru 11 milljónir af kalóríum. Held ég forðist það hér eftir.
* Ég virðist hafa fengið jólakort í ár. Eitthvað vanhugsað hjá þeim sem sendu kortin, þar sem nú þurfa þau að fá kort frá mér. Þau læra kannski af reynslunni.
* Er kominn í jólafrí til 4. janúar á næsta ári. Ég kann ekki að vera í fríi, svo ef þið sjáið mig ráfa fáklæddur um höfnina í Reykjavík, leitandi að Excel, vísið mér í rétta átt.
* Fór í ræktina í kvöld. Sá skó fyrir neðan skápinn minn sem mér fannst ógeðslegir. Fattaði skömmu síðar að þetta voru mínir skór.
* Átti stórkostlega innkomu í ræktina. Lagðist í bekkpressuna og lyfti stönginni, með einhverjum lóðum á. Þá brakaði í öllu bakinu og hálsrígurinn, sem ég fékk fyrir tveimur dögum, kom aftur margfaldur. Ég var tvær mínútur að setjast upp og hjólaði svo í hálftíma til að bjarga andlitinu.
* Komst að því nýlega að í tveimur tonnum af poppi eru 11 milljónir af kalóríum. Held ég forðist það hér eftir.
* Ég virðist hafa fengið jólakort í ár. Eitthvað vanhugsað hjá þeim sem sendu kortin, þar sem nú þurfa þau að fá kort frá mér. Þau læra kannski af reynslunni.
fimmtudagur, 17. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Húsvörður vinnustaðar míns kom á næsta borð með hillusamsetningu einhverskonar í morgun. Þar sem það vantar eitt hjólið undir skúffueininguna mína fannst mér tilvalið að ræða við hann um það og mögulega sannfæra hann um ágæti þess að láta mig fá aukahjól. Samtalið hófst þegar hann var í ca 2ja metra fjarlægð:
Ég: "Heyrðu, hefurðu tíma til að kíkja hingað örstutt?"
*Húsvörðurinn snýr sér við*
Ég: "Hey, ekki áttu aukahjól undir..."
*Húsvörðurinn gerir sig tilbúinn að fara*
Ég: "Hey! Áttu auka..."
*Húsvörðurinn byrjar að ganga í burtu*
Ég: "HEY! Halló! HALLÓ!"
*Húsvörðurinn er kominn talsvert langt í burtu*
Ég: "HEY! ÁTTU....hjól....undir... fuck"
Næsta borð: "Af hverju segirðu ekki bara nafnið hans?"
Ég: "Ég man ekki hvað hann heitir"
Lærdómurinn sem draga má af þessu er tvennskonar:
1. Það getur borgað sig að læra nöfn samstarfsfólksins.
2. Að vera með þrjú hjól undir skúffueiningu er líklega upphaf að einhverju vandræðalegu.
Ég: "Heyrðu, hefurðu tíma til að kíkja hingað örstutt?"
*Húsvörðurinn snýr sér við*
Ég: "Hey, ekki áttu aukahjól undir..."
*Húsvörðurinn gerir sig tilbúinn að fara*
Ég: "Hey! Áttu auka..."
*Húsvörðurinn byrjar að ganga í burtu*
Ég: "HEY! Halló! HALLÓ!"
*Húsvörðurinn er kominn talsvert langt í burtu*
Ég: "HEY! ÁTTU....hjól....undir... fuck"
Næsta borð: "Af hverju segirðu ekki bara nafnið hans?"
Ég: "Ég man ekki hvað hann heitir"
Lærdómurinn sem draga má af þessu er tvennskonar:
1. Það getur borgað sig að læra nöfn samstarfsfólksins.
2. Að vera með þrjú hjól undir skúffueiningu er líklega upphaf að einhverju vandræðalegu.
miðvikudagur, 16. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hlakka til þegar Excel 2010 kemur til landsins. Ég vona að fyrstu eintökin verði flogin til landsins, frekar en send rafrænt eða með skipi. Þegar það gerist, kíkið aftur hingað.
Þá mun bíða ykkar glóðvolg bloggfærsla sem hljómar svona: "Excel lent! Excellent!". Það verður biðarinnar virði.
Ég rétt missti af því að fremja þessa bloggfærslu þegar Excel 2007 lenti á sínum tíma og brenn enn daglega innra með mér af skömm og fortíðarþrá.
Þá mun bíða ykkar glóðvolg bloggfærsla sem hljómar svona: "Excel lent! Excellent!". Það verður biðarinnar virði.
Ég rétt missti af því að fremja þessa bloggfærslu þegar Excel 2007 lenti á sínum tíma og brenn enn daglega innra með mér af skömm og fortíðarþrá.
þriðjudagur, 15. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég næ þessu ekki. Ég er alltaf þreyttur. Núna er ég sennilega þreyttari en ég hef nokkru sinni verið. Margfalt þreyttari en t.d. þegar ég fór að sofa kl 3:30 í nótt eða þegar ég fór á fætur kl 9:00 í morgun.
Ég ætla að halda áfram að lesa mig til um ofsaþreytu í nótt. Fer ekki að sofa fyrr en ég kemst til botns í þessu.
Ég ætla að halda áfram að lesa mig til um ofsaþreytu í nótt. Fer ekki að sofa fyrr en ég kemst til botns í þessu.
mánudagur, 14. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þau undur og stórmerki áttu sér stað í kvöld að bifreið mín ákvað að gera við sig sjálf.
Fyrir rúmu ári hætti fjarstýringalæsingin á bílnum að virka, einhverra hluta vegna. Í kvöld virðist hún farin að virka aftur, upp úr þurru. Ég veit ekki mikið um bíla eða líffræði þeirra en svo virðist sem þessi bilun hafi gróið saman í nótt.
Kannski af því ég talaði mjög fallega til hans í gærkvöldi. Eða af því ég braut afturhurðina næstum af í gær þegar hún neitaði að lokast og sparkaði svo í hana þar til hún hélst lokuð. Ég hlakka til þegar þau meiðsl gróa.
Hver dagur á þessum bíl er ævintýri.
Fyrir rúmu ári hætti fjarstýringalæsingin á bílnum að virka, einhverra hluta vegna. Í kvöld virðist hún farin að virka aftur, upp úr þurru. Ég veit ekki mikið um bíla eða líffræði þeirra en svo virðist sem þessi bilun hafi gróið saman í nótt.
Kannski af því ég talaði mjög fallega til hans í gærkvöldi. Eða af því ég braut afturhurðina næstum af í gær þegar hún neitaði að lokast og sparkaði svo í hana þar til hún hélst lokuð. Ég hlakka til þegar þau meiðsl gróa.
Hver dagur á þessum bíl er ævintýri.
sunnudagur, 13. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ætlaði að gera topp 20 lista yfir uppáhalds jólalögin mín hér, af því jólin eru á næsta leiti.
Þá fattaði ég að ég þekki ekki 20 jólalög. Svo ég minnkaði listann í topp 5.
Þá uppgötvaði ég mér til skelfingar að mér er bara vel við þrjú jólalög. Þetta er því topp 3 listi yfir mín uppáhalds jólalög.
Listinn telur frá neðsta til efsta sætis, til að viðhalda spennu:
3. Last Christmas - Wham!
Jólalag með boðskap um að forðast druslurnar. Getur ekki annað en slegið í gegn.
2. Ef ég nenni - Helgi Björnsson, ofurtöffari:
Helgi Björnsson gefur bara gjöf ef hann getur slegið einhvern. Mjög gott.
1. War is over (if you want it) - John Lennon
Tímalaust lag, þar sem það eru alltaf einhver stríð í gangi, guði sé lof.
Þá fattaði ég að ég þekki ekki 20 jólalög. Svo ég minnkaði listann í topp 5.
Þá uppgötvaði ég mér til skelfingar að mér er bara vel við þrjú jólalög. Þetta er því topp 3 listi yfir mín uppáhalds jólalög.
Listinn telur frá neðsta til efsta sætis, til að viðhalda spennu:
3. Last Christmas - Wham!
Jólalag með boðskap um að forðast druslurnar. Getur ekki annað en slegið í gegn.
2. Ef ég nenni - Helgi Björnsson, ofurtöffari:
Helgi Björnsson gefur bara gjöf ef hann getur slegið einhvern. Mjög gott.
1. War is over (if you want it) - John Lennon
Tímalaust lag, þar sem það eru alltaf einhver stríð í gangi, guði sé lof.
föstudagur, 11. desember 2009
fimmtudagur, 10. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef ekki verið fullkomlega hreinskilinn við ykkur. Eftirfarandi atriði hafa verið að stríða samvisku minni:
1. Ég bætti við "Nýlegar athugasemdir" til hliðar á þessari síðu. Ég veit það var rangt að láta ykkur ekki vita. Ég lofa að það gerist ekki aftur.
2. Ég hef látið mig dreyma um nýtt útlit á þessa síðu. Svo langt gekk þessi þráhyggja að ég gerði nýja síðu með nýju útliti. Það voru mistök. Það gerðist bara einu sinni og ég hugsaði um útlitið á þessari síðu allan tímann.
Hér getið þið séð hitt útlitið, sem ég hef engan áhuga á lengur. Og hafði eiginlega aldrei.
3. Jólarósin sem ég keypti um daginn lét lífið í fyrradag. Einhver misskilningur átti sér stað við fæðugjöf hennar. Svo virðist sem hún hafi þurft vatn til að komast af. Það var mér um megn.
Urðun hennar fór fram í kyrrþey í morgun þegar ég vaknaði.
1. Ég bætti við "Nýlegar athugasemdir" til hliðar á þessari síðu. Ég veit það var rangt að láta ykkur ekki vita. Ég lofa að það gerist ekki aftur.
2. Ég hef látið mig dreyma um nýtt útlit á þessa síðu. Svo langt gekk þessi þráhyggja að ég gerði nýja síðu með nýju útliti. Það voru mistök. Það gerðist bara einu sinni og ég hugsaði um útlitið á þessari síðu allan tímann.
Hér getið þið séð hitt útlitið, sem ég hef engan áhuga á lengur. Og hafði eiginlega aldrei.
3. Jólarósin sem ég keypti um daginn lét lífið í fyrradag. Einhver misskilningur átti sér stað við fæðugjöf hennar. Svo virðist sem hún hafi þurft vatn til að komast af. Það var mér um megn.
Urðun hennar fór fram í kyrrþey í morgun þegar ég vaknaði.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í síðasta mánuði komst ég að því að ég er orðinn 84 kíló að þyngd (líkamlega). Fyrir rúmum sex mánuðum var ég 96 kíló og fyrir rúmum tveimur árum 74 kíló.
Þessi staðreynd gefur mér tækifæri á að sameina tvö uppáhalds blætin mín: löngun til að þyngjast og Excel vinnslu.
Hér má sjá þróun þyngdar minnar ásamt tíðni lyftinga og körfuboltaæfinga frá september 2007.
Tíðni þýðir hlutfall daga í mánuði sem karfa eða rækt var stunduð. Dæmi: 90% í september þýðir 27 dagar.
Helstu viðburðir:
Október 2007: Byrjaði aftur að lyfta lóðum og taka inn kreatín og prótein.
Apríl 2008: Körfuboltatímabili lýkur. Lyftingar taka við.
Ágúst 2008: Körfuboltatímabil hefst. Lyftingar mæta afgangi.
Janúar 2009: Meiðist. Körfubolta er skipt út fyrir lyftingar.
Maí 2009: Togna á úlnlið. Lyftingum skipt út fyrir brennslu og körfubolta.
Frá október 2007 - maí 2009 þyngdist ég um 22 kg eða um 29,7%.
Frá maí 2009 - desember 2009 léttist ég um 12 kg eða um 12,5%.
Hvað má læra af þessu?
Svar: Það er gaman að búa til línurit í Excel.
Þessi staðreynd gefur mér tækifæri á að sameina tvö uppáhalds blætin mín: löngun til að þyngjast og Excel vinnslu.
Hér má sjá þróun þyngdar minnar ásamt tíðni lyftinga og körfuboltaæfinga frá september 2007.
Tíðni þýðir hlutfall daga í mánuði sem karfa eða rækt var stunduð. Dæmi: 90% í september þýðir 27 dagar.
Helstu viðburðir:
Október 2007: Byrjaði aftur að lyfta lóðum og taka inn kreatín og prótein.
Apríl 2008: Körfuboltatímabili lýkur. Lyftingar taka við.
Ágúst 2008: Körfuboltatímabil hefst. Lyftingar mæta afgangi.
Janúar 2009: Meiðist. Körfubolta er skipt út fyrir lyftingar.
Maí 2009: Togna á úlnlið. Lyftingum skipt út fyrir brennslu og körfubolta.
Frá október 2007 - maí 2009 þyngdist ég um 22 kg eða um 29,7%.
Frá maí 2009 - desember 2009 léttist ég um 12 kg eða um 12,5%.
Hvað má læra af þessu?
Svar: Það er gaman að búa til línurit í Excel.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld prófaði ég að lifa metró lífi þegar ég hreiðraði um mig í koddafullum sófa og horfði á Sex and the city á meðan ég borðaði Ben & Jerry's ís að andvirði 990 króna.
Það var skelfileg lífsreynsla. Varaliturinn makaðist á milli tannanna á mér og ísinn sullaðist á g-strenginn.
Svo var Carrie leiðinleg við Miröndu. Það grætti mig smá.
Það var skelfileg lífsreynsla. Varaliturinn makaðist á milli tannanna á mér og ísinn sullaðist á g-strenginn.
Svo var Carrie leiðinleg við Miröndu. Það grætti mig smá.
þriðjudagur, 8. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag bryddaði ég upp á nýjungum í smá félagslegri tilraun:
1. Kaffimaðurinn
Ég fékk mér kaffi í fyrsta sinn í vinnunni, eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Súkkulaðisykurmjólkurlattékaffi útþynnt með vatni og extra mjólk, nánar tiltekið. Svo gekk ég í burtu, raulandi "Ég drekk kaffi, eins og þið fullorðna fólkið" (við lagið Killing in the name of með Rage against the machine).
2. Kaffimaðurinn spjallar um fótbolta
Með kaffibolann að vopni réðist ég að manni á vinnustaðnum, hver var nálægt sjónvarpi sem sýndi enska boltann. Samtalið:
Ég: "Er þetta beint?"
Hann: "Nei, frá sunnudeginum."
Ég: "Ah, áhugavert."
Hann: "Skoraði Hermann ekki í þessum leik."
Ég: "Jú. Og fiskaði vítaspyrnu las ég."
Hann: "Jahá. Það er vel gert."
Ég: "Já. Er ekki fótur á þennan? Má sparka svona í boltann?"
Hann: *labbar rólega í burtu, aftur á bak*
Þið lásuð rétt. Ég náði að halda uppi samtali um fótbolta í meira en 10 sekúndur um leið og ég drakk kaffi.
Að gera þetta tvennt samtímis er eins og fyrir venjulega manneskju að hjóla á kaðli í 20 metra hæð á meðan drukkin er blásýra.
Næsta markmið: Ná að klára 1/4 úr bjórdós án þess að kasta upp blóði.
1. Kaffimaðurinn
Ég fékk mér kaffi í fyrsta sinn í vinnunni, eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Súkkulaðisykurmjólkurlattékaffi útþynnt með vatni og extra mjólk, nánar tiltekið. Svo gekk ég í burtu, raulandi "Ég drekk kaffi, eins og þið fullorðna fólkið" (við lagið Killing in the name of með Rage against the machine).
2. Kaffimaðurinn spjallar um fótbolta
Með kaffibolann að vopni réðist ég að manni á vinnustaðnum, hver var nálægt sjónvarpi sem sýndi enska boltann. Samtalið:
Ég: "Er þetta beint?"
Hann: "Nei, frá sunnudeginum."
Ég: "Ah, áhugavert."
Hann: "Skoraði Hermann ekki í þessum leik."
Ég: "Jú. Og fiskaði vítaspyrnu las ég."
Hann: "Jahá. Það er vel gert."
Ég: "Já. Er ekki fótur á þennan? Má sparka svona í boltann?"
Hann: *labbar rólega í burtu, aftur á bak*
Þið lásuð rétt. Ég náði að halda uppi samtali um fótbolta í meira en 10 sekúndur um leið og ég drakk kaffi.
Að gera þetta tvennt samtímis er eins og fyrir venjulega manneskju að hjóla á kaðli í 20 metra hæð á meðan drukkin er blásýra.
Næsta markmið: Ná að klára 1/4 úr bjórdós án þess að kasta upp blóði.
mánudagur, 7. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á föstudaginn var smá teiti hjá 365 þar sem sölu- og rannsóknardeildin var færð um set. Trúbadorar sungu og uppistandarar uppistóðust við mikinn fögnuð viðstaddra.
Ég hætti mér frá Excel í hálfa mínútu til að hlusta á eitt lag. Þá var þessi mynd tekin:
Eins og á öllum hópmyndum [sjá hér], virðist ég stilla mér mér upp aftast og vera óhugnarlegur án þess að reyna mikið á mig.
Þetta spottaði Jónas Reynir og gerði kynningarmyndband fyrir síðuna mína:
Takk Jónas.
Ég hætti mér frá Excel í hálfa mínútu til að hlusta á eitt lag. Þá var þessi mynd tekin:
Eins og á öllum hópmyndum [sjá hér], virðist ég stilla mér mér upp aftast og vera óhugnarlegur án þess að reyna mikið á mig.
Þetta spottaði Jónas Reynir og gerði kynningarmyndband fyrir síðuna mína:
Takk Jónas.
laugardagur, 5. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á körfuboltaæfingu fimmtudagsins síðasta mætti leikmaður með tvö börn sín á aldursbilinu 3-5 ára. Það setti mig í smá siðferðislega klemmu því þá get ég illa blótað þegar ég hitti ekki úr skotum, en ég fer að verða landsþekktur fyrir línuna "Drullastu ofan í helvítis mellan þín" og annað í svipuðum dúr.
Ég lofaði honum þó að halda mig á mottunni. Þegar illa gekk á æfingunni og eitt skotanna minna skoppaði nokkrum sinnum á hringnum, hófst eftirfarandi atburðarás:
*Ég tek skot*
*Bolti skoppar á hring*
Ég: "Dru..."
*Bolti skoppar aftur*
Ég: "...farðu...helv..."
*Bolti skoppar aftur*
Ég: "...mel..."
*Bolti fer ekki ofan í. Varnarfrákast.*
Ég: ".......HÓRA!!"
Fín tilraun hjá mér, en allt kom fyrir ekki. Það er samt hugurinn sem gildir.
Ég hef ákveðið að leita mér aðstoðar. Hafið samt engar áhyggjur. Ég skaðast ekkert á þessu. Bara allir í kringum mig.
Allavega, næsti leikur UMFÁ er gegn Mostra á mánudaginn. Hann fer fram í íþróttahúsi Álftaness og hefst kl 19:45 (á staðartíma). Hann er gjaldfrjáls. Sjáumst þar.
Ég lofaði honum þó að halda mig á mottunni. Þegar illa gekk á æfingunni og eitt skotanna minna skoppaði nokkrum sinnum á hringnum, hófst eftirfarandi atburðarás:
*Ég tek skot*
*Bolti skoppar á hring*
Ég: "Dru..."
*Bolti skoppar aftur*
Ég: "...farðu...helv..."
*Bolti skoppar aftur*
Ég: "...mel..."
*Bolti fer ekki ofan í. Varnarfrákast.*
Ég: ".......HÓRA!!"
Fín tilraun hjá mér, en allt kom fyrir ekki. Það er samt hugurinn sem gildir.
Ég hef ákveðið að leita mér aðstoðar. Hafið samt engar áhyggjur. Ég skaðast ekkert á þessu. Bara allir í kringum mig.
Allavega, næsti leikur UMFÁ er gegn Mostra á mánudaginn. Hann fer fram í íþróttahúsi Álftaness og hefst kl 19:45 (á staðartíma). Hann er gjaldfrjáls. Sjáumst þar.
fimmtudagur, 3. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég skulda tvöfalda afsökunarbeiðni. Annars vegar fyrir dónaskap og hinsvegar fyrir að valda því að Óli Rúnar meðleigjandi hefur verið litinn hornauga það sem af er vikunni.
Dónaskapurinn átti sér stað á sunnudaginn þegar ég var nýsofnaður eftir að hafa innbirgt eitur í talsverðu magni á börum miðbæjarins.
Til að komast yfir eituráhrifin er gott að liggja sofandi, þar til líkaminn nær að vinna úráfenginu umræddu eitri. Það var því skiljanlegt að ég hafi öskrað "Viltu hætta þessum helvítis hávaða!" frekar hátt á nágranna minn á efri hæðinni, þegar hann hófst handa við að berja eitthvað (eða einhvern) með hamri.
Ég skulda honum afsökunarbeiðni af því þetta gerðist á hádegi, svo hann var í fullum rétti. Fyrirgefðu.
Seinni afsökunarbeiðnin fer til Óla Rúnars fyrir að hafa bætt við "P.s. Ég heiti Óli!". Afsakaðu.
Dónaskapurinn átti sér stað á sunnudaginn þegar ég var nýsofnaður eftir að hafa innbirgt eitur í talsverðu magni á börum miðbæjarins.
Til að komast yfir eituráhrifin er gott að liggja sofandi, þar til líkaminn nær að vinna úr
Ég skulda honum afsökunarbeiðni af því þetta gerðist á hádegi, svo hann var í fullum rétti. Fyrirgefðu.
Seinni afsökunarbeiðnin fer til Óla Rúnars fyrir að hafa bætt við "P.s. Ég heiti Óli!". Afsakaðu.
miðvikudagur, 2. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég gerðist nýlega That's what she said-isti, sem felur í sér að segja "That's what she said" við venjulegum setningum, gerandi kynferðislegt grín úr samtalinu [nánar um That's what she said hér].
Þetta er yfirleitt frekar fyndið en líklega alltaf pirrandi fyrir viðmælandan. En það er aukaatriði.
Brandarinn er upphaflega úr þáttunum The Office. Hér eru nokkrar senur:
Hafandi útskýrt þetta hugtak, get ég loksins hafið færsluna. Hér eru nokkrar "TWSS" sögur úr mínu lífi.
Körfuboltaleikur
Ég og Simmi mættum snemma í Íþróttahúsið Fagralund í Kópavogi á laugardaginn síðasta, þar sem við spiluðum leik gegn HK. Á útidyrahurðinni stóð "Farið inn að neðan ->"
Simmi: "That's what she said"
Á næstu útidyrahurð sem við fundum stóð "Næsti inngangur ->"
Ég: "That's what she said"
Excelvinnsla
Ég vann Excel skjal fyrir Jónas Reyni yfir MSN einhverntíman. Eftir að hafa sent honum skjalið átti eftirfarandi samtal sér stað (tekið úr loggum):
6:07:53 PM Finnur: verst hvað þetta er stórt
6:07:59 PM Finnur: ég ætla að tékka hvort ég geti ekki minnkað það
6:08:04 PM Jónas Reynir: that's what she said *5*
Draumaprinsinn
Á djamminu um helgina.
Ég: "Hey, má ég bjóða þér upp á drykk?"
Ónefnd stelpa: "Nei, þú ert ógeðslegur og ég hata þig"
Ég: "That's what she said"
Ein versta björgun úr vandræðalegri stöðu sem ég hef framið.
Þetta er yfirleitt frekar fyndið en líklega alltaf pirrandi fyrir viðmælandan. En það er aukaatriði.
Brandarinn er upphaflega úr þáttunum The Office. Hér eru nokkrar senur:
Hafandi útskýrt þetta hugtak, get ég loksins hafið færsluna. Hér eru nokkrar "TWSS" sögur úr mínu lífi.
Körfuboltaleikur
Ég og Simmi mættum snemma í Íþróttahúsið Fagralund í Kópavogi á laugardaginn síðasta, þar sem við spiluðum leik gegn HK. Á útidyrahurðinni stóð "Farið inn að neðan ->"
Simmi: "That's what she said"
Á næstu útidyrahurð sem við fundum stóð "Næsti inngangur ->"
Ég: "That's what she said"
Excelvinnsla
Ég vann Excel skjal fyrir Jónas Reyni yfir MSN einhverntíman. Eftir að hafa sent honum skjalið átti eftirfarandi samtal sér stað (tekið úr loggum):
6:07:53 PM Finnur: verst hvað þetta er stórt
6:07:59 PM Finnur: ég ætla að tékka hvort ég geti ekki minnkað það
6:08:04 PM Jónas Reynir: that's what she said *5*
Draumaprinsinn
Á djamminu um helgina.
Ég: "Hey, má ég bjóða þér upp á drykk?"
Ónefnd stelpa: "Nei, þú ert ógeðslegur og ég hata þig"
Ég: "That's what she said"
Ein versta björgun úr vandræðalegri stöðu sem ég hef framið.
þriðjudagur, 1. desember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil gjarnan misnota aðstöðu mína hérna á síðunni og gera tvennt:
1. Ég mæli með nýrri bloggsíðu um NBA, sem ber heitið NBA Ísland. Þar er á ferðinni einn skarpasti penni landsins sem hefur ótakmarkaðan áhuga á NBA boltanum og öllu sem honum tengist. Kíkið á það hér.
2. Ef ég hætti við að fara í ræktina aftur, eins og í kvöld, vegna þreytu; vinsamlegast kíkið í heimsókn með hamar og berjið mig í andlitið þar til mér snýst hugur. Takk.
1. Ég mæli með nýrri bloggsíðu um NBA, sem ber heitið NBA Ísland. Þar er á ferðinni einn skarpasti penni landsins sem hefur ótakmarkaðan áhuga á NBA boltanum og öllu sem honum tengist. Kíkið á það hér.
2. Ef ég hætti við að fara í ræktina aftur, eins og í kvöld, vegna þreytu; vinsamlegast kíkið í heimsókn með hamar og berjið mig í andlitið þar til mér snýst hugur. Takk.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)