Þetta er yfirleitt frekar fyndið en líklega alltaf pirrandi fyrir viðmælandan. En það er aukaatriði.
Brandarinn er upphaflega úr þáttunum The Office. Hér eru nokkrar senur:
Hafandi útskýrt þetta hugtak, get ég loksins hafið færsluna. Hér eru nokkrar "TWSS" sögur úr mínu lífi.
Körfuboltaleikur
Ég og Simmi mættum snemma í Íþróttahúsið Fagralund í Kópavogi á laugardaginn síðasta, þar sem við spiluðum leik gegn HK. Á útidyrahurðinni stóð "Farið inn að neðan ->"
Simmi: "That's what she said"
Á næstu útidyrahurð sem við fundum stóð "Næsti inngangur ->"
Ég: "That's what she said"
Excelvinnsla
Ég vann Excel skjal fyrir Jónas Reyni yfir MSN einhverntíman. Eftir að hafa sent honum skjalið átti eftirfarandi samtal sér stað (tekið úr loggum):
6:07:53 PM Finnur: verst hvað þetta er stórt
6:07:59 PM Finnur: ég ætla að tékka hvort ég geti ekki minnkað það
6:08:04 PM Jónas Reynir: that's what she said *5*
Draumaprinsinn
Á djamminu um helgina.
Ég: "Hey, má ég bjóða þér upp á drykk?"
Ónefnd stelpa: "Nei, þú ert ógeðslegur og ég hata þig"
Ég: "That's what she said"
Ein versta björgun úr vandræðalegri stöðu sem ég hef framið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.