Þessi staðreynd gefur mér tækifæri á að sameina tvö uppáhalds blætin mín: löngun til að þyngjast og Excel vinnslu.
Hér má sjá þróun þyngdar minnar ásamt tíðni lyftinga og körfuboltaæfinga frá september 2007.

Helstu viðburðir:
Október 2007: Byrjaði aftur að lyfta lóðum og taka inn kreatín og prótein.
Apríl 2008: Körfuboltatímabili lýkur. Lyftingar taka við.
Ágúst 2008: Körfuboltatímabil hefst. Lyftingar mæta afgangi.
Janúar 2009: Meiðist. Körfubolta er skipt út fyrir lyftingar.
Maí 2009: Togna á úlnlið. Lyftingum skipt út fyrir brennslu og körfubolta.
Frá október 2007 - maí 2009 þyngdist ég um 22 kg eða um 29,7%.
Frá maí 2009 - desember 2009 léttist ég um 12 kg eða um 12,5%.
Hvað má læra af þessu?
Svar: Það er gaman að búa til línurit í Excel.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.