Ég hef reynt að komast í bíó síðan á föstudaginn á myndina Avatar, án árangurs. Ég viðurkenni reyndar að ég hef ekki lagt mig mjög fram við miðakaupin, þar sem ég hata mannmergð meira en syndina.
Allavega, myndin er sýnd í þrívídd. Til að sjá þessa umræddu þrívídd þarf þrívíddargleraugu. Við það vakna tvær spurningar:
1. Af hverju eru ekki til þrívíddarlinsur? Gleraugun eru svo stór og þung að mig verkjar í andlitið við að þurfa að hlunkast um með þau.
2. Af hverju eru ekki til tvívíddargleraugu/linsur fyrir allt sem gerist utan bíóhúsanna? Ég væri til í að einfalda líf mitt um þriðjung með því að fækka víddum um eina.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.