fimmtudagur, 24. desember 2009


Ég óska öllum fyrrverandi, núverandi og framtíðarlesendum síðunnar gleðilegra jóla. Jólagjöfin mín til ykkar er þessi mynd hér að ofan sem ég teiknaði nýlega. Ég gleymdi reyndar að skreyta tréið. Þið getið kannski gert það á meðan ég pakka inn gjöfum? Takk.

Hér er svo stórkostlega niðurdrepandi lag sem ber nafnið Ef nú væru jól og er með hljómsveitinni Teinar. Það er ekki annað hægt en að elska það.

Lagið er af disknum Svarthvít Jól sem hægt er að niðurhala hér.

Allavega, hafið það gott um jólin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.