Nokkur örblogg í Facebookstatusastíl:
* Er kominn í jólafrí til 4. janúar á næsta ári. Ég kann ekki að vera í fríi, svo ef þið sjáið mig ráfa fáklæddur um höfnina í Reykjavík, leitandi að Excel, vísið mér í rétta átt.
* Fór í ræktina í kvöld. Sá skó fyrir neðan skápinn minn sem mér fannst ógeðslegir. Fattaði skömmu síðar að þetta voru mínir skór.
* Átti stórkostlega innkomu í ræktina. Lagðist í bekkpressuna og lyfti stönginni, með einhverjum lóðum á. Þá brakaði í öllu bakinu og hálsrígurinn, sem ég fékk fyrir tveimur dögum, kom aftur margfaldur. Ég var tvær mínútur að setjast upp og hjólaði svo í hálftíma til að bjarga andlitinu.
* Komst að því nýlega að í tveimur tonnum af poppi eru 11 milljónir af kalóríum. Held ég forðist það hér eftir.
* Ég virðist hafa fengið jólakort í ár. Eitthvað vanhugsað hjá þeim sem sendu kortin, þar sem nú þurfa þau að fá kort frá mér. Þau læra kannski af reynslunni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.