Ég hlakka til þegar Excel 2010 kemur til landsins. Ég vona að fyrstu eintökin verði flogin til landsins, frekar en send rafrænt eða með skipi. Þegar það gerist, kíkið aftur hingað.
Þá mun bíða ykkar glóðvolg bloggfærsla sem hljómar svona: "Excel lent! Excellent!". Það verður biðarinnar virði.
Ég rétt missti af því að fremja þessa bloggfærslu þegar Excel 2007 lenti á sínum tíma og brenn enn daglega innra með mér af skömm og fortíðarþrá.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.