Á körfuboltaæfingu fimmtudagsins síðasta mætti leikmaður með tvö börn sín á aldursbilinu 3-5 ára. Það setti mig í smá siðferðislega klemmu því þá get ég illa blótað þegar ég hitti ekki úr skotum, en ég fer að verða landsþekktur fyrir línuna "Drullastu ofan í helvítis mellan þín" og annað í svipuðum dúr.
Ég lofaði honum þó að halda mig á mottunni. Þegar illa gekk á æfingunni og eitt skotanna minna skoppaði nokkrum sinnum á hringnum, hófst eftirfarandi atburðarás:
*Ég tek skot*
*Bolti skoppar á hring*
Ég: "Dru..."
*Bolti skoppar aftur*
Ég: "...farðu...helv..."
*Bolti skoppar aftur*
Ég: "...mel..."
*Bolti fer ekki ofan í. Varnarfrákast.*
Ég: ".......HÓRA!!"
Fín tilraun hjá mér, en allt kom fyrir ekki. Það er samt hugurinn sem gildir.
Ég hef ákveðið að leita mér aðstoðar. Hafið samt engar áhyggjur. Ég skaðast ekkert á þessu. Bara allir í kringum mig.
Allavega, næsti leikur UMFÁ er gegn Mostra á mánudaginn. Hann fer fram í íþróttahúsi Álftaness og hefst kl 19:45 (á staðartíma). Hann er gjaldfrjáls. Sjáumst þar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.