fimmtudagur, 17. desember 2009

Húsvörður vinnustaðar míns kom á næsta borð með hillusamsetningu einhverskonar í morgun. Þar sem það vantar eitt hjólið undir skúffueininguna mína fannst mér tilvalið að ræða við hann um það og mögulega sannfæra hann um ágæti þess að láta mig fá aukahjól. Samtalið hófst þegar hann var í ca 2ja metra fjarlægð:

Ég: "Heyrðu, hefurðu tíma til að kíkja hingað örstutt?"
*Húsvörðurinn snýr sér við*
Ég: "Hey, ekki áttu aukahjól undir..."
*Húsvörðurinn gerir sig tilbúinn að fara*
Ég: "Hey! Áttu auka..."
*Húsvörðurinn byrjar að ganga í burtu*
Ég: "HEY! Halló! HALLÓ!"
*Húsvörðurinn er kominn talsvert langt í burtu*
Ég: "HEY! ÁTTU....hjól....undir... fuck"
Næsta borð: "Af hverju segirðu ekki bara nafnið hans?"
Ég: "Ég man ekki hvað hann heitir"

Lærdómurinn sem draga má af þessu er tvennskonar:

1. Það getur borgað sig að læra nöfn samstarfsfólksins.
2. Að vera með þrjú hjól undir skúffueiningu er líklega upphaf að einhverju vandræðalegu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.