mánudagur, 7. desember 2009

Á föstudaginn var smá teiti hjá 365 þar sem sölu- og rannsóknardeildin var færð um set. Trúbadorar sungu og uppistandarar uppistóðust við mikinn fögnuð viðstaddra.

Ég hætti mér frá Excel í hálfa mínútu til að hlusta á eitt lag. Þá var þessi mynd tekin:

Eins og á öllum hópmyndum [sjá hér], virðist ég stilla mér mér upp aftast og vera óhugnarlegur án þess að reyna mikið á mig.

Þetta spottaði Jónas Reynir og gerði kynningarmyndband fyrir síðuna mína:


Takk Jónas.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.