sunnudagur, 30. maí 2010

Eurovision uppáhöld

Ég hef aldrei verið mikið fyrir Eurovision, nema sem afsökun fyrir að halda teiti. En stundum keppa þar lög sem hafa heillað mig. Í gær bættist svo eitt lag við þann hóp.

Hér er topp 4 listinn yfir mín uppáhaldslög í Eurovision:

4. Rússland: The Group of Peter Nalitch - Lost and Forgotten (2010)
Fallegt og vel sungið lag með tilraun til gríns. Vel gert!

3. Danmörk: Rollo&King - Never ever let you go (2001)
Óþolandi grípandi feel-good lag.

2. Noregur: Secret garden - Nochurne (1995)
Nánast eingöngu instrumental. Sigraði keppnina.

1. Frakkland: Sebastien Tellier - Divine (2008)
Langbesta Eurovisionlagið. Frábært lag frá stórkostlegum tónlistarmanni. Myndbandið er með þeim betri. Eina lagið sem ég hef kosið í Eurovision.

Ykkur er velkomið að benda mér á lög sem ég hef misst af í athugasemdum. Ef ekki þá lít ég svo á að þetta sé fullkominn listi.

föstudagur, 28. maí 2010

Bíóferðir á sumrin

Finnst þér þetta gott?? Nei, ég hélt ekki.
Í kvöld fór ég í bíó, þrátt fyrir myljandi sólskin. Sólskin allan helvítis sólarhringinn.

Fólk spyr mig oft hvernig ég geti farið svona mikið í bíó á sumrin. Svarið er mjög einfalt. Á sama hátt og þunglyndissjúklingar þurfa ljósatíma þegar myrkrið er sem mest á veturnar til að forðast þunglyndi, þarf ég myrkratíma þegar sólin er sem mest til að forðast ofsakátínu.

Ég kem því endurnærður úr bíómyrkrinu á sumrin, laus við alla óþarfa léttlyndi.

Í þetta sinn af myndinni "Brooklyn's finest". Fín mynd. Meira um það síðar.

þriðjudagur, 25. maí 2010

NBA tilþrif

Úrslitakeppnin í NBA er á hvínandi fullu þessar næturnar og ég í fríi frá vinnu. Svo ég horfi á alla leiki og sef frameftir degi eða dögum.

Einn galli er þó á þessu stórkostlega tímabili; úrslitakeppnin í ár er drepleiðinleg. Fæstir leikirnir eru spennandi og liðin skiptast ekki einu sinni á að sigra leiki. Flest einvígi fara 4-0 með til armæðu.

Í nótt var smá spenna í leik Boston gegn Orlando þegar Orlando sigraði naumt, sem væri ekki í frásögu færandi ef tilþrif úrslitakeppninnar hefðu ekki átt sér stað í leiknum.

Þau átti Glen "Big Baby" Davis eftir að hafa skorað körfu úr stökkskoti.
[Smelltu á "lesa meira" til að sjá tilþrifin]


sunnudagur, 23. maí 2010

Pókermont

Hvernig komst þessi mynd hingað? Skrítið.

Ég vil síður monta mig af því að hafa sigrað fimmta mót íslensku Partypóker-mótaraðarinnar í kvöld (sjá hér) og hafa þannig unnið mér inn 150 dollara (tæplega 20.000 krónur), eftir að hafa aðeins keppt tvisvar áður á þessum mótum. Svo ég sleppi því.

Hvað get ég sagt. Ég er bara svona hlédrægur.

Þess í stað ætla ég að taka fram að ég hef pantað mér snekkju á netinu og get ekki beðið eftir að greiða restina af henni með því að spila póker um borð í henni í Kópavogshöfn, ef sú höfn er til.

föstudagur, 21. maí 2010

Myndir og allt

Tekið í Laugardalnum, þegar ég var að selja gefa dóp áfengi kynlíf faðmlög einn sólríkan sunnudag í apríl.
Ég hef bætt við myndum á Facebook frá árinu 2010. Samantekt yfir það sem af er ári, ef þið viljið titil.

Hér má skoða þær, jafnvel þó þið hafið ekki Facebook reikning! Tæknin í dag.

fimmtudagur, 20. maí 2010

Múhameð og olía

Í dag er hinn stóri "Teiknum Múhameð spámann dagurinn" á internetinu þar sem fólk mótmælir ofbeldisdýrkun og kúgun öfgafullra múslima með því að teikna og birta mynd af umræddri ævintýrapersónu.

Ég ætla þó ekki að eyða tíma mínum í að "vanvirða" svona kjaftæði. Ég vil frekar beina sjónum mínum að stærri vandamálum eins og olíulekanum fyrir ströndum Ameríku. Hræðilegt, vægast sagt.

Hér er mynd af lekanum, tekin úr gervihnetti:
Lítur hræðilega út!
Þetta þarf að hreinsa og það strax!

Mynd tekin af Reddit.

þriðjudagur, 18. maí 2010

Kaup!

Zolith, the warrior
Nýlega keypti ég mér margmiðlunarspilara Zolith að nafni. Hann er svo stórmerkilegur að vera allt í senn; ódýr, fíngerður og einfaldur í uppsetningu, ásamt því að gera mér kleift að spila stafrænt efni eins og myndir, þætti, tónlist og annað beint af USB lykli í sjónvarpinu í stað tölvunnar.

Umorðun: Nú get ég ekki nennt að horfa á stafrænt efni í sjónvarpinu í stað tölvunnar. Frábært. Og það kostaði mig bara 9.990 krónur.

sunnudagur, 16. maí 2010

Brúðkaup og lokahóf

Í gær var ég viðstaddur tvo stórviðburði. Annars vegar brúðkaup Braga og Unnar en Bragi er sonur konu pabba eða bróðir mínn. Það helsta sem gerðist í brúðkaupinu:

  1. Bragi og Unnur giftust.
  2. Maturinn var ótrúlega góður. Humarsúpa í forrétt, eitthvað kjöt í aðalrétt og Frönsk súkkulaðikaka í eftirmat.
  3. Ég steig á kjól brúðarinnar þegar ég réðist á eftirréttinn. Ég baðst þó afsökunnar með andlitið sótsvart af súkkulaðiköku. Mig grunar að mér verði ekki boðið í brúðkaup á næstunni.

Eftir brúðkaupið spólaði ég af stað í lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFÁ þar sem tímabilið var kvatt með tárum. Hér er það helsta sem gerðist í lokahófinu:

  1. Svenni stóð við orð sín um að láta vaxa á sér bringuna ef við næðum 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór í apríl.
  2. Gísli vann bæði verðlaunin sem kosið var um; Verðmætasti leikmaðurinn og fallegasti líkaminn.
  3. Metþátttaka var á lokahófinu en 13 manns mættu, allt í allt.

Hér eru svo nokkrar myndir frá lokahófinu. Allar myndir má sjá stærri og í nýjum glugga með því að smella á þær.
Scarlett Johansson Gutti tekur við verðlaunum fyrir besta nýliðann úr höndum Simma.
Sibbi tekur við "Besti leikmaður úrslitakeppninnar" verðlaununum.
Ég hætti í stjórn UMFÁ og fékk risahraun í starfslokasamning.
Gísli er kosinn besti líkaminn og verðmætasti leikmaðurinn. Kæti hans náðist illa á filmu.

laugardagur, 15. maí 2010

Ratatat - LP4

Ratatat er sennilega svalasta hljómsveitarnafn í heimi
Ein uppáhalds hljómsveitin mín, Ratatat, gefur út diskinn LP4 í sumar.

Löng saga stutt; hér getiði hlustað á hann:




Afsakið endurtekningar á lögum. Lagalistann má finna hér ásamt upplýsingum um það hvernig má versla þessi lög.

Minn dómur: Diskur í stíl við fyrri meistaraverk. Við þriðju hlustun er hann enn að meltast og verða betri. 3 stjörnur af 4.

fimmtudagur, 13. maí 2010

Ballskákarkvöld

Frá miðju; Jökull, Bergvin og Björgvin.
Í kvöld lék ég pool (ísl.: ballskák) með félögum úr samtökum manna sem geta ekki tekið myndatökur alvarlega.

Fyrir einhverja stórkostlega heppni sigraði ég eftir þrjár umferðir af allir-við-alla með 6 sigra. Annar varð Björgvin með 5, Bergvin þriðji með 4 og Jökull rak lestina með 3 vinninga, sem útskýrir af hverju hann er brjálaður á myndinni.

þriðjudagur, 11. maí 2010

Formúla dagsins

Nei, þetta eru ekki ofurhetjur.

Kvikmyndir * (Smekkleysi + Nekt + Blygðunarleysi) = Trúðaklámmyndir
Tónlist * (Smekkleysi + Nekt + Blygðunarleysi) = Lady Gaga

Lady Gaga er fyrir tónlist það sem trúðaklámmyndir eru fyrir kvikmyndir og mér býður við hvoru tveggja, nema trúðaklámmyndunum.

Iron man 2

Scarlett leikur draum allra karlmanna í Iron man 2.
Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Don Cheadle, Sam Rockwell, Mickey Rourke og Scarlett "Gutti" Johansson.

Bíó og tímasetning: Smárabíó kl 22:40, fimmtudaginn 6. maí 2010.

Félagsskapur: Björgvin bróðir. Ca hálfur salur.

Saga myndar: Ofurtöffarinn og alkóholistinn Tony Stark lendir í einhverskonar tilvistarkreppu vegna... ég er ekki viss hvers. Svo koma vondir kallar sem ætla að meiða hann. Allir segja brandara, stanslaust á milli sprenginga.

Leikur: Robert Downey Jr nær að sannfæra mig um að hann sé drullusokkur, Mickey Rourke um að honum þyki vænt um páfagaukinn sinn og Scarlett Johansson um að  mig langi til að fara í sleik við hana.

Sam Rockwell, einn uppáhaldsleikari minn, er alltaf góður. Bestur í þessu tilviki.

Annað varðandi mynd: Myndin er drekkhlaðinn leikurum og karakterum sem skipta engu máli fyrir söguna og þvælast mjög fyrir. Sagan er vægast sagt slæm og boðskapur hennar viðbjóður. Of mikið af gríni og uppbyggining myndarinnar klunnaleg. Karakterinn Pepper Potts er fullkomlega óþolandi.

Hafandi sagt það þá verður því ekki neitað að þetta er fín heilalaus sumarskemmtun.

Boðskapur myndar: Það er í lagi að vera hrokafullur drullusokkur ef þú er góður í einhverju eða ert ofurhetja & taumlaust ofbeldi og stór vopn eru megakúl.

Fróðleikur: Leikstjóri Iron man myndanna, Jon Favreau, lék kærasta Monicu Geller í friends í nokkrum þáttum.

Stjörnugjöf: Ein stjarna af 4.

laugardagur, 8. maí 2010

Heroes og strik

Það vita það ekki margir en ef einu striki er bætt við titilinn af þáttunum Heroes breytist hann í allt öðruvísi þátt.

Hér er dæmigerð auglýsing fyrir þáttinn:

Engin hetja brosir á myndum.
Smelltu á lesa meira til að sjá breytinguna.

föstudagur, 7. maí 2010

Athugasemdir við ÁTVR auglýsingu

Ein er sú auglýsing sem ég átta mig ekki alveg á. Hér er hún:


Nokkur atriði:
  1. Afgreiðslukonan biður manninn aldrei um skilríki. Hún hefur ekki hugmynd um hversu gamall hann er. Hún er því að giska á að hann sé yngri en 20 ára.
  2. Hún segir honum að bíða "aðeins". Hún gabbar hann úr röðinni og lætur hann standa eins og fífl fyrir framan alla. Maðurinn er heppinn að spyrja fljótlega hversu lengi hann eigi að bíða. Hversu lengi hefði hann annars beðið?
  3. Rúsínan í pylsuendanum; hún æpir svarið yfir alla röðina og glottir svo framan í einhvern miðaldra karl sem er að ljúka viðskiptum skellihlæjandi. Til að mylja sjálfstraust mannsins enn smærra er gellan, sem hann var á góðri leið með að hössla skömmu áður, höfð hlæjandi að honum í næstu röð. Niðurlæg mannsins er algjör. Fyrir það eitt að líta út fyrir að vera ungur.
Þegar ég sá þessa auglýsingu fyrst hugsaði ég "flott, fleiri auglýsingar gegn miðaldra kellingartussum. Ekki veitir af". Sú varð ekki raunin.

Svo virðist sem þessi miðaldra kelling eigi að vera sprenghlægileg hetja fyrir fordóma sína gagnvart unglegu útliti mannsins og eineltistilburði sína, í stað þess sem hún er í raun og veru; helvítis tussa.

Frídagurinn mikli 2010

Í dag var ég í fríi frá vinnu. Ég notaði tækifærið og verslaði í Bónus utan háannatíma. Eftir það fór ég í Bása og skaut golfkúlum tugi, ef ekki hundruði metra út í bláinn.

Þegar því var lokið nýtti ég restina af fríinu í að skoða Youtube og viti menn, ég fann tvö glæný myndbönd sem kættu mig.

Það fyrra er nýtt lag með Chemical Brothers. Það ber heitið Swoon og er teknískt:



Seinna myndbrotið er úr lokaþætti seríu 5 af Tim&Eric Awesome Show Great Job! Paul Rudd í tölvunni:

Betra að taka fram að þetta eru gamanþættir. Þessu ber því ekki að taka alvarlega.

Eftir netráf hélt ég aðalfund UMFÁ, fór í bíó og ég veit ekki hvað og hvað! Æðislegt sumarfrí.

miðvikudagur, 5. maí 2010

Spam ver 2.0

Í gær fékk ég bréf frá einhverjum sem kallar sig Cross Killer. Bréfið er áhugavert, svo ekki sé meira sagt. Hér er það í heild sinni:

Stórskemmtilegt bréf. Smellið á bréfið fyrir stærra eintak.
Fyrir þá sem ekki nenna að lesa allt bréfið: Cross Killer hefur fengið tilboð um að drepa mig. Eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að greiða 6.000 dollara. Og ég má ekki segja neinum frá þessu.

Ég tek ofan fyrir spömmurum fyrir að frumleika. Þetta er magnað bréf.

Ég vona bara að lesendur þessa bréfs fyrirgefi mér fyrir að setja þá á dauðalistann hjá Cross Killer fyrir það eitt að vita af þessum hótunum.

þriðjudagur, 4. maí 2010

Nokkur tónlöst

Í morgun heyrði ég nýtt lag með hljómsveitinni Blur. Ég hafði heyrt það fyrst fyrir tveimur dögum og fannst það ágætt þá. Í morgun fannst mér það svo aðeins betra en ágætt.

Ég dró því fram gamla mynd sem gefur til kynna hvað mér muni finnast um þetta lag eftir ákveðinn tíma:

Þetta útskýrir ca allt.

Týpa A af lögum finnst mér alltaf mjög góð fyrstu 4-5 skiptin sem ég heyri þau en eftir það hrynur álit mitt á þeim. Oftar en ekki eru þetta mellupoppsmellir sem maður skammast sín fyrir að hlusta á.

Týpa B er venjulega sæmilega vinsæl lög. Dæmigert Bylgjulag er B-týpa. Eftir ákveðinn tíma fær maður þó viðbjóð á því.

Týpa C eru klassísk lög. Í fyrstu eru þau frekar slöpp en því oftar sem ég hlusta, því betri verða þau. Þessi lög lækka aldrei mikið í áliti eftir að toppi er náð. Næstum öll lög Nick Cave flokkast sem týpa C.

Hér eru dæmi um allar týpur:

Týpa A:
Timbaland - Morning after dark

Þetta lag er ég með á heilanum og skammast mín mjög mikið fyrir. En ég fórna því litla orðspori sem ég hef fyrir þetta dæmi.

Týpa B:
Blur - Fool's day

Þetta lag heyrði ég einmitt í morgun. Er enn að hækka. Eftir ca 2-3 vikur fer það aftur niður. Þangað til reyni ég að njóta þess.

Týpa C:
Nick Cave - Brompton Oratory

Ég man ekki eftir að hafa heyrt þetta lag í fyrsta skipti. Sennilega af mér fannst það ekkert sérstakt þá. Í dag er það klassík.

Kvikmyndagagnrýni: The Crazies

Ísl.: Klikkæðingarnir
Aðalhlutverk: Timothy Olyphant, Radha Mitchell (úr nágrönnum!) og aðrir ómerkilegri.
Bíó og tímasetning: Háskólabíó, fimmtudagskvöldið klukkan 22:20.
Félagsskapur: Daníel Björnsson, vinur minn úr Háskólanum var í bænum og að því tilefni farið í bíó. Mjög fámennt í salnum, eins og alltaf í Háskólabíói. Róleg stemning.
Saga myndar: Fólk í smábæ í Bandaríkjunum fer að haga sér undarlega með morðtilraunum ýmiskonar. Upphefst snargeðveikur hasar. Flokkast undir hryllingsmynd en er líklega meiri spennumynd með dass af viðbjóði.
Leikur: Timothy Olyphant er alltaf traustur. Allir aðrir standa sig vel.
Annað varðandi mynd: Mín fyrsta hryllingsmynd í mörg ár, þar sem ég þoli þær ekki. Of mikið af bregðuatriðum og lítið af hryllingi, ef það er hægt.
Fróðleikur: Endurgerð frá árinu 1973, sem fær verri dóma á IMDB.
Joe Anderson, sem leikur lögreglumann í myndinni, hefur verið bendlaður við hlutverk Kurt Cobain í mynd sem gera á um hann.
Stjörnugjöf: Mjög óeftirminnileg mynd en þó fín afþreying. Held ég hafi ekki lokað augunum nema 5% myndarinnar, sem telst gott þegar kemur að svona myndum.
2 stjörnur af 4.

mánudagur, 3. maí 2010

Gutti og Scarlett

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi leikkonunnar Scarlett Johansson. Ekki vegna leikhæfileika hennar eða persónuleika. Það er útlit hennar sem fangar mig. Eða gerði það, þangað til í fyrradag.

Þá rakst ég á myndina Ghostworld með henni í aðalhlutverki. Myndaplagatið inniheldur þetta:


Nærmynd af Scarlett Johansson:


Dæmigerð mynd af henni frá því hún var ung.

Hér er svo mynd af Gutta, sem ég spila körfubolta með:


Nærmynd af Gutta:


Ef gleraugun eru fjarlægð af honum er hann nákvæmlega eins og Scarlett Johannsson á myndinni að ofan.

Ég kveð því Scarlett Johansson draumóra mína í bili og hætti að fara í sturtu eftir æfingar með Gutta.

laugardagur, 1. maí 2010

Á fimmtudaginn komst ég að því að ég átti 8 daga sumarfrí inni frá því í fyrra, sem þurfti að leysa út fyrir 1. maí (í dag). Ég tók því 8 daga frí í gær.

Ég ákvað að eyða fríinu í ferðalög og svaf því 75% af deginum. Draumfarir mínar voru bæði exótískar og fræðandi. Ég kvíði VISA reikningnum.